Umsóknarfrestir að renna út

Umsóknarfrestir að renna út
Frá Skriðuklaustri.

Vert er að minna á að í vikunni renna út umsóknafrestir vegna styrkja frá NATA, Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og EDEN-gæðaáfangastaða.

Styrkir frá NATA

Umsóknarfrestur vegna styrkumsókna til NATA, samstarfssamnings Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, er til 27. febrúar.Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er. Hægt að sækja um styrki til tvenns konar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða er til og með 1. mars. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er vistaður hjá Ferðamálastofu. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Eins og fram hefur komið hefur sjóðurinn verið efldur verulega og mun hafa 1,5 milljarða króna til ráðstöfunar næstu þrjú árin.

EDEN-gæðaáfangastaðir Evrópu

Íslenskum áfangastöðum gefst nú í þriðja sinn kostur á vera fulltrúi Íslands sem EDEN- gæðaáfangastaður í Evrópu 3013, European Destinations of Excellence. Yfirskrift þessa árs er „Aðgengilegir áfangastaðir“.

Markmið verkefnisins:

  • Að velja gæðaáfangastað þar sem áherslan er á gott aðgengi fyrir alla
  • Að auka vitund fólks um mikilvægi góðs aðgengis að ferðamannastöðum
  • Að hvetja til og auðvelda þeim sem ábyrgir eru fyrir viðkomandi svæði að gera úrbætur þar sem því er viðkomið og þeirra er þörf 
  • Að gefa stöðum sem standa sig vel á þessu sviði aukinn sýnileika og meiri stuðning
     
  • Nánar um EDEN-gæðaáfangastaði

Mynd: Frá Skriðuklaustri.


Athugasemdir