Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

FífaFramkvæmdasjóður ferðamannastaða tók til starfa 8. ágúst 2011 en sjóðurinn er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans. Hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er að veita styrki til uppbyggingar, viðhalds og vernd­unar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt og til aðgerða sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki, 1-2 sinnum á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, í samræmi við markmið sjóðsins hér að ofan.

Ath. Opnað verður fyrir umsóknir vegna næstu úthlutunar haustið 2018 (september/október). Aðilar eru hvattir til að huga að umsóknum sínum í tíma og hefja undirbúning, t.d. með því að taka myndir af svæðum á meðan jörð er enn auð.

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?