Tilurð og mótun ferðaþjónustu á Íslandi

Tilurð og mótun ferðaþjónustu á Íslandi
íslenskir eftirlætisstaðir

Ferðaþjónusta á jaðrinum: Tilurð og mótun ferðaþjónustu á Íslandi er titill þriggja ára rannsóknarverkefnis sem dr. Gunnar Þór Jóhannesson, nýdoktor (post doc) við Mannfræðistofnun Háskóla Íslands, vinnur nú að.

Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís en Rannsóknamiðstöð ferðamála er náinn samstarfsaðili í verkefninu.

Rannsóknarverkefnið skapar þverfaglegan samstarfsvettvang í rannsóknum á ferðamálum. Því er ætlað að efla uppbyggingu nýs fræðasviðs í mannfræði ferðamála og fellur um leið að rannsóknaráætlun Rannsóknamiðstöðvar ferðamála fyrir menningartengda ferðaþjónustu. Niðurstöður verkefnisins verða einna helst birtar í ritrýndum tímaritum á alþjóðlegum vettvangi en einnig er ætlunin að Mannfræðistofnun og Rannsóknamiðstöð ferðamála vinni saman að ráðstefnuhaldi á fræðasviðinu á verkefnistímanum.
 
Rannsóknin tekur til tímabilsins frá 1944 en leggur sérstaka áherslu á tímabilið frá 1987 til dagsins í dag. Vinna við rannsóknina hófst á vordögum 2008 með söfnun gagna um forsendur og mótun ferðaþjónustunnar. Athyglinni hefur einkum verið beint að söfnun og greiningu gagna sem snerta breytingar á samgöngum, stefnu í ferðamálum og upphafi skipulagðrar vinnu við kynningu Íslands sem ferðamannastaðar.

Nánari lýsing á verkefninu, markmiðum þess og framvindu


Athugasemdir