Fara í efni

Styrkir til þróunarverkefna og nefnd um aðkomu ríkisins að skipulagi og fjármögnun í ferðaþjónustu

Hornbjarg
Hornbjarg

Á fundi fyrr í dag kynnti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tvö stór mál er tengjast ferðaþjónustu. Einnig kynnti Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri á fundinum helstu niðurstöður gæðakönnunar Ferðamálastofu.

Ráðherra greindi frá skipan nefndar um aðkomu ríkisins að skipulagi og fjármögnun í greininni. Nefndin er undir formennsku Svanhildar Konráðsdóttur, formanns ferðamálaráðs. Hlutverk hennar er að gera tillögur til undirbúnings ákvarðana í tengslum við endurskoðun á ferðmálaáætlun til 2015. Nefndinni er ætlað að skila tillögum í vor sem lúta að því með hvaða hætti opinberum fjárstuðningi við einstaka þætti ferðamála sé best skipað; á hvern hátt stjórnvöld geti stuðlað að árangursríku skipulagi í ferðamálum innanlands og hvernig þau geti tryggt samstarf og sem besta nýtingu fjármuna í markaðsmálum ferðaþjónustunnar og almennri landkynningu. Nánar má fræðast um málið á vef Iðnaðarráðuneytisins.

Styrkir til þróunarverkefna í ferðaþjónustu
Þá greindi Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra frá því að hann hefði ákveðið að ráðstafa 100 milljónum króna af fé Byggðaáætlunar 2007 ? 2009 til þriggja þróunarverkefna í ferðaþjónustu. Í öllum tilfellum verður auglýst eftir hópum fyrirtækja og einstaklinga í ferðaþjónustu sem vilja taka þátt í þróunarverkefnum á skilgreindum svæðum. Verkefnin snúa að þremur sviðum; í fyrsta lagi þróun í menningartengdri ferðaþjónustu; í öðru lagi auknun gæðum og vöruþróun í ferðaþjónustu og í þriðja lagi að matföngum úr héraði og áframhaldandi þróun viðfangsefnisins ?Beint frá býli?. Ferðamálastofa mun hafa umsjón með þróunarverkefnunum í samvinnu við IMPRU á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Um nánari útfærslu má fræðast á vef Iðnaðarráðuneytisins.

Samhljómur við gæðakönnun Ferðamálastofu
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri bendir á að þróunarstyrkir ráðherra kallist vel á við ýmislegt sem vekur athygli í gæðakönnun Ferðamálastofu. ?Þannig nefna 40% ferðamanna menningu og sögu sem áhrifavald á komu sína ? nokkuð sem vísar til öflugrar landkynningar listamanna okkar og mikilvægis íslenskrar menningar og sögu í ferðaþjónustu hérlendis. Afþreying af hvers kyns toga fær háa einkunn og er í samræmi við miklar væntingar ferðamanna til þessa geira íslenskrar ferðaþjónustu. Hins vegar skora veitingar lægra og þar er svigrúm til úrbóta. Í því samhengi er hins vegar athyglivert að það sem vegur þyngst í einkunnagjöf eru gæði og fjölbreytni frekar en verð. Umræddir styrkir beinast eins og kemur fram í kynningu á þróunarverkefnum ráðherra einmitt að menningartengdri ferðaþjónustu, gæðum ferðaþjónustu og eflingu matarmenningar,? segir Ólöf Ýrr.