Fara í efni

Staða íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2022 - fjárhags- og rekstrargreining

Miðvikudaginn 29. mars klukkan 11:00 verður kynning á fjárhags- og rekstrargreiningu íslenskrar ferðaþjónustu fyrir árin 2021 og 2022. Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri mun opna kynninguna og síðan mun Svanbjörn Thorodssen sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG kynna niðurstöður skýrslunnar. Kynningunni verður streymt beint um netið og gerð aðgengileg á vefsíðu Ferðamálastofu að henni lokinni.

Fara má á vefsvæði fundarins með því að smella á hnappinn að neðan.

Staða íslenskrar ferðaþjónustu í árslok 2022 - fjárhags- og rekstrargreining

Staðan metin eftir faraldur

Eftir að takmörkunum var aflétt í lok febrúar 2022 jókst eftirspurn eftir Íslandsferðum hratt. Vegna stuðningsaðgerða ríkis í faraldrinum voru fyrirtæki til staðar til að mæta þeirri eftirspurn. Í skýrslunni er farið yfir helstu hagstæðir ferðaþjónustunnar 2022 og því næst spáð fyrir um rekstur og efnahag ferðaþjónustufyrirtækja á árinu 2022 á grundvelli ársreikninga 2021 og 2019. Reynt er að meta hvort að skuldastaða fyrirtækja sé sjálfbær eftir erfið rekstrarár.

Fjórða stöðuskýrslan

Skýrslan er sú fjórða sem Ferðamálastofa gerir með KPMG þar sem farið er yfir rekstur og fjárhag ferðaþjónustunnar. Nú liggja ársreikningar fyrirtækjanna fyrir miðað við lok árs 2021 en það ár var að miklu leyti undir áhrifum covid-faraldurs. Í þeirri fyrstu skýrslunni sem kom út í apríl 2020 var fyrst og fremst fjallað um rekstur og afkomu í greininni í aðdraganda Covid. Í þeirri annarri sem kom út í desember sama ár var það efnahagur fyrirtækjanna og þá sérstaklega skuldir sem voru í brennidepli. Sú þriðja sem kom út fyrir ári reyndi að meta hæfi greinarinnar til að standa undir skuldsetningu og uppsafnaðri fjárfestingaþörf.