Fara í efni

Samstarfsverkefni í markaðsmálum erlendis

Fjölgun ferðamanna í febrúar
Fjölgun ferðamanna í febrúar

- rúmar 400 milljónir króna til landkynningar

Í byrjun febrúar sl. var auglýst eftir aðilum sem vildu ganga til samstarfs við Ferðamálaráð Íslands í markaðs- og kynningarmálum á fjórum erlendum markaðssvæðum á næstu 11 mánuðum. Nú liggur fyrir hvaða aðila verður gengið til samstarfs við.

Eins og fram hefur komið verður á þessu ári varið meiri fjármunum á vegum stjórnvalda til markaðs- og kynningarmála í ferðaþjónustu en áður hefur verið gert á einu ári. Tilgangurinn er að gera þennan þátt enn umfangsmeiri en verið hefur. Ákveðið var að bjóða aðilum að ganga til samstarfs við Ferðamálaráð Íslands í markaðs- og kynningarmálum, innanlands og erlendis og var grundvöllur samstarfsins m.a. að framlag samstarfsaðila yrði a.m.k. jafnt framlagi Ferðamálaráðs til umræddra verkefna. Varðandi samstarfið erlendis er alls er um að ræða 202 milljónir króna frá stjórnvöldum sem skipt var á fjögur markaðssvæði. Í grundvallaratriðum var fjármununum skipt þannig að á hverju markaðssvæði voru til ráðstöfunar annars vegar 40 milljónir króna þar sem lágmarksframlag til hvers verkefnis var 20 milljóna króna og hins vegar var hægt að sækja um framlag í nokkur minni verkefni þar sem lágmarksframlag hvers samstarfsaðila var 1 milljón króna. Til minni verkefnanna voru samtals 8 til 18 milljónir króna til ráðstöfunar á hverju svæði.

Umsóknir sem bárust innan auglýsts frests, og voru því teknar til skoðunar, voru alls 146. Þær skiptust þannig á markaðsvæðin:

Norður-Ameríka: 36 umsóknir
Norðurlönd: 38 umsóknir
Bretlandseyjar: 28 umsóknir
Meginland Evrópu: 44 umsóknir

Meirihluti umsókna var ekki í samræmi við þá lýsingu sem sett var fram í auglýsingu Ferðamálaráðs um almenn kynningarverkefni væntanlegra samstarfsaðila eða að með þeim fylgdu ekki þau gögn, sem fylgja áttu. Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við neðangreinda aðila á grundvelli umsókna sem eru í samræmi við þá nýtingu fjármunanna til almennrar landkynningar sem lagt var upp með og kynnt í auglýsingu, þ.e. peningalegt framlag viðkomandi til samstarfsins og dreifingu umræddrar kynningar í samræmi við fjárhagsáætlun og birtingaráætlanir viðkomandi.

Rúmar 400 milljónir til landkynningar
Nú þegar er gengið til samstarfs um notkun 185 milljóna af þeim 202 milljónum sem eru til ráðstöfunar í þetta samstarfs erlendis. Alls eru þetta 22 samstarfsverkefni. Á næstu vikum verður gengið til samstarfs við fleiri aðila eins og kemur hér að neðan og nýttar 17 milljónir til viðbótar. Með þessu samstarfi verða því alls nýttar rúmlega 400 milljónir í almenna kynningu á markaðsvæðunum fjórum á næstu 11 mánuðum, þegar framlagi samstarfsaðila er bætt við.

Hverja var gengið til samstarfs við.