Fara í efni

Ráðstefna um íslenska ferðaþjónustu á Internetinu

Fimmtudaginn 23. maí nk. heldur Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) ráðstefnu á Hótel Loftleiðum undir yfirskriftinni "Íslensk ferðaþjónusta á Netinu - er upplýsingahraðbrautin greiðfær eða ófær?" Þar verður fjallað um íslenska ferðaþjónustu á Netinu og hvaða árangur hefur náðst í markaðssetningu, kynningu og ekki síst sölu á íslenskri ferðaþjónustu á þeim vettvangi. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 17:30.

Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um netið og ferðaþjónustu á Íslandi. Fjallað verður um Netið sem vefmiðil, stöðu íslenskrar ferðaþjónustu á Netinu, rætt hvernig til hafi tekist í markaðssetningu ferðaþjónustu, hvað hafi gengið og hvað ekki, tölvur og hugbúnað, fjarskiptatækni, þekkingu og aðra þætti sem nauðsynlegir eru til að ná árangri. Þá verður gerð úttekt á vefsíðum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og haldin kynning (workshop) þar sem ýmis fyrirtæki á sviði á sviði vefhönnunar, tæknilausna, fjarskipta, hugbúnaðarlausna o.fl. kynna þjónustu sína fyrir ráðstefnugestum. Einnig er fyrirhugað að gefa út sérstakt blað í tilefni ráðstefnunnar.

Nánari kynning á ráðstefnunni (pdf-200 Kb.)