Árlegt endurmat tryggingarfjárhæða ferðaskrifstofa
Um tryggingar seljenda pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar gilda lög um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 og reglugerð nr. 150/2019 með breytingum skv. reglugerð nr. 945/2019.
Vakin er athygli á sérstakri heimild vegna endurmats tryggingarfjárhæða ferðaskrifstofa 2020, sjá nánar hér að neðan. Ennfremur vill Ferðamálstofa, í ljósi heimsfaraldursins og hins mikla samdráttar í ferðaþjónustu, benda seljendum pakkaferða á að heimild er í lögum nr. 95/2018 og reglugerð nr. 150/2019 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun til að sækja um tímabundna lækkun tryggingarfjárhæðar vegna samdráttar í rekstri eða mikilla árstíðabundinna sveiflna í rekstri.
Ítrekað er mikilvægi þess að veittar upplýsingar séu réttar og bent er á að röng upplýsingagjöf getur varðar við almenn hegningarlög.
Tryggingarskyld velta
Sala pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar er tryggingaskyld. Allir sem selja pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun verða að hafa tryggingar fyrir slíkri sölu.
Kveðið er á um fyrirkomulag tryggingarinnar í reglugerð um tryggingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar líkt og farið er nánar yfir lið fyrir lið hér að neðan.
Hvenær tryggingarskylda er fyrir hendi
Pakkaferðir
Allar greiðslur sem seljandi pakkaferða eða samtengdrar ferðatilhögunar, móttekur frá ferðamanni eru tryggingarskyldar. Seljandi pakkaferðar getur verið skipuleggjandi eða smásali.
Skipuleggjandi
Tryggingarskylda fyrir hendi.
Skipuleggjandi sem setur saman og selur pakkaferðir beint til ferðamanna er tryggingarskyldur.
Skipuleggjandi er tryggingarskyldur vegna pakkaferða sem smásali selur fyrir hans hönd í umboðssölu.
Undanþága frá tryggingarskyldu
Skipuleggjandi er ekki tryggingarskyldur ef hann getur sýnt fram á að smásalinn uppfylli tryggingaskyldu fyrir þeim ferðum sem smásalinn selur. .
Smásali
Smásali sem selur pakkaferð fyrir skipuleggjanda getur gert það í umboðssölu
Smásali sem selur pakkaferð fyrir hönd skipuleggjanda í umboðssölu er ekki tryggingarskyldur. Tryggingarskyldan hvílir á skipuleggjandanum nema samið sé um annað.
Aðili sem selur pakkaferðir, samsetta af skipuleggjanda, í endursölu í eigin nafni telst skipuleggjandi og er þar með tryggingarskyldur.
Samtengd ferðatilhögun
Allar greiðslur sem seljandi, sem hefur milligöngu um samtengda ferðatilhögun, móttekur frá ferðamanni teljast til tryggingarskyldrar veltu.
Tryggingarskylda er ekki fyrir hendi ef seljandi, sem hefur milligöngu um samtengda ferðatilhögun, móttekur ekki greiðslur frá ferðamanninum.
Bókhald
Bókhald skal vera í samræmi við lög um bókhald á hverjum tíma.
Tekjur og gjöld vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar skal færa þegar til þeirra hefur verið unnið og þjónustan í meginatriðum verið innt af hendi.
Sala pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar skal vera aðgreinanleg frá öðrum rekstri í bókhaldi aðila.
Gæta skal þess sérstaklega að bókfæra tekjur réttilega á mánuði innan ársins.
Skiptingu tekna og gjalda á mánuði skal vera hægt að lesa úr bókhaldskerfinu á aðgreinanlegan hátt.
Útreikningur tryggingar og fjárhæð
Ferðamálastofa tekur ákvörðun um fjárhæð tryggingar og er heimilt að leita umsagnar endurskoðanda við mat á fjárhæð tryggingar.
Ferðamálastofa innheimtir gjöld, kr. 25.000, til að standa straum af kostnaði vegna mats á tryggingafjárhæð og umsýslu vegna tryggingaskyldu. Kostnaðurinn greiðist af leyfishafa
Fárhæð tryggingar:
Tryggingarfjárhæð (T) er reiknuð út frá eftirfarandi reiknireglu: T=G*(N/30)+G*h+G*d/30.
- (G) = grunntala sem er meðaltal heildarveltu tveggja tekjuhæstu mánaða ársins,
- (N) = meðalfjöldi daga frá fullnaðargreiðslu þar til ferð hefst,
- (h) = meðalhlutfall staðfestingargreiðslu af heildargreiðslu
- (d) = meðallengd ferða í dögum.
Gildin eru fundin og tryggingarfjárhæð reiknuð fyrir síðasta og yfirstandandi rekstrarár. Niðurstaða síðasta og yfirstandandi rekstrarárs eru bornar saman og gildir sú tryggingarfjárhæð sem hærri er. Fjárhæð tryggingar skal aldrei vera hærri en 80% af veltu þess rekstrarárs sem fjárhæð miðast við. Þó skal fjárhæð tryggingar aldrei vera lægri en 1.000.000 kr.
Við mat á fjárhæð tryggingar er heimilt að undanskilja tímabundna aukna veltu síðasta rekstrarárs sem tilkynnt var Ferðamálastofu sérstaklega í samræmi við heimild í 9. gr. reglugerðar nr. 150/2019 með síðari breytingum.
Samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 150/2019 er heimilt, að uppfylltum skilyrðum, að sækja um tímabundna lækkun tryggingarfjárhæðar þegar um er ræða samdrátt í rekstri eða verulegar árstíðabundnar sveiflur í rekstri.
Frestur vegna skila á gögnum
Eigi síðar en 1. apríl ár hvert skulu leyfishafar skila Ferðamálastofu gögnum og upplýsingum vegna endurmats á tryggingarfjárhæð.
Gögn sem leggja þarf fram vegna endurmats á fjárhæð tryggingar
Tryggingarfjárhæð er endurmetin árlega.
Ítrekað er mikilvægi þess að veittar upplýsingar séu réttar og bent er á að röng upplýsingagjöf getur varðar við almenn hegningarlög.
Leggja skal fram eftirfarandi gögn og upplýsingar við endurmat tryggingarfjárhæðar:
- Ársreikning í samræmi við lög um ársreikninga, áritaðan af endurskoðanda eða eftir því sem við á skoðunarmanni. Örfélögum er heimilt að skila rekstraryfirliti og efnahagsyfirliti byggðum á skattframtali félagsins.
Við endurmat tryggingarfjárhæða 2020 er ferðaskrifstofum heimilt að skila drögum að ársreikningi 2019 eða tekjuyfirlit ársins 2019, staðfestu af endurskoðanda. - Yfirlit yfir mánaðarlega veltu síðasta rekstrarárs þar sem velta vegna sölu pakkaferða annars vegar og samtengdrar ferðatilhögunar hins vegar er sérgreind frá annarri veltu. Hafi tryggingaskyldur aðili tilkynnt Ferðamálastofu um tímabundna aukna veltu skal sú velta sérgreind frá annarri veltu. Yfirlitið skal staðfest af löggiltum endurskoðanda eða skoðunarmanni. Í tilviki örfélaga er framkvæmdastjóra heimilt að staðfesta yfirlitið.
- Yfirlit yfir áætlaða mánaðarlega veltu yfirstandandi rekstrarárs þar sem áætluð velta vegna sölu pakkaferða annars vegar og samtengdrar ferðatilhögunar hins vegar er sérgreind.
- Staðfestingu löggilts endurskoðanda, skoðunarmanns eða, eftir atvikum, framkvæmdastjóra, um að bókhald tryggingaskylds aðila sé fært samkvæmt reglugerð um tryggingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar.
- Yfirlit síðasta og yfirstandandi rekstrarárs yfir hlutfall staðfestingargreiðslna af heildarverði pakkaferða og fjölda daga fyrir upphaf pakkaferða sem þær eru fullgreiddar.
- Yfirlit síðasta og yfirstandandi rekstrarárs yfir fjölda pakkaferða skipt niður á mánuði þar sem fram komi söluverð þeirra og lengd, fjöldi ferðamanna og hvort smásali selji pakkaferðir fyrir hönd skipuleggjanda og, ef svo er, upplýsingar um smásalann, yfirlit yfir þær pakkaferðir sem hann selur og hvor aðila uppfyllir tryggingaskyldu vegna þeirra pakkaferða sem smásalinn selur.
- Upplýsingum um hvort tryggingaskyldur aðili framkvæmir einhverja þá ferðatengdu þjónustu sem er hluti pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem hann selur.
- Vegna endurmats tryggingarfjárhæðar 2020 þarf að skila yfirliti yfir inneignir ferðamanna hjá ferðaskrifstofum.
Sé sótt um lækkun tryggingarfjárhæðar á grundvelli samdráttar í rekstri eða árstíabundinna sveiflna þarf að skila eftirfarandi gögnum:
- Greinargóðri skýringu og rökstuðningi fyrir umsókn, bréf sem að leyfishafar útbúa sjálfir og hafa tilbúið til að hlaða upp í þjónustugátt.
- Greiningu á áætlaðri veltu fyrstu 6 mánaða komandi árs.
- Staðfestingu endurskoðanda vegna áætlunar um tryggingarskylda veltu 2021. Bréf sem að endurskoðandi útbýr og undirritar. Fram þarf að koma nafn og kt. leyfishafa, áætluð fjárhæð tryggingarskyldrar veltu, að endurskoðandi hafi kynnt sér áætlunina og forsendur hennar og telji hana raunhæfa á grundvelli þeirra.
- Vottorði frá innheimtumanni Ríkissjóðs um að leyfishafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Innheimtumenn eru Skatturinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
- Uppfærðri greininigu á áætlarði veltu ársins 2020
Form fyrir gagnaskil má finna hér
Greining á veltu rauntölur 2019
Staðfesting vegna greiningar á veltu 2019 og bókhalds
Yfirlit yfir inneignir ferðamanna
Greining á áætlarði veltu ársins 2021 (einungis vegna umsóknar um lækkun tryggingarfjárhæðaryðublöð vegna umsóknar um lækkun tryggingarfjárhæðar)
Leiðbeiningar um útfyllingu gagna (PDF)
Leiðbeingamyndband (opnast í nýjum glugga)
Hlaða þarf eyðublöðum niður og vista í eigin tölvu áður en þau eru fyllt út. Áríðandi er að fylla eyðublöð rétt út og gera grein fyrir öllum umbeðnum upplýsingum.
Ferðamálastofa mun kalla eftir viðbótargögnum og upplýsingum sé tilefni til þess.
Endurmat tryggingarfjárhæðar 2020
Upplýsingar um inneignir ferðamanna
Við mat á tryggingarfjárhæðum 2020 er nauðsynlegt að taka tillit til þeirra inneigna sem að ferðamenn kunna að eiga hjá ferðaskrifstofum. Skila þarf yfirliti yfir inneignir ferðamanna hjá ferðaskrifstofum á sérstöku eyðublaði sem er að finna hér að neðan.
Sérstök heimild 2020
Við ákvörðun tryggingarfjárhæðar 2020 er á grundvelli breytinga á reglugerð um tryggingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar heimilt að grundvalla tryggingarfjárhæð ársins á tryggingarskyldri veltu yfirstandandi rekstrarárs. Skilyrði er:
- að áætluð tryggingarskylda veltu fyrir yfirstandandi rekstrarár sé lægri en tryggingarskyld velta síðasta rekstrarárs,
- að tryggingaskyldur aðili sé ekki í vanskilum með opinber gjöld
- eða að öðru leyti sé ekki ástæða til að ætla að trygging muni ekki nægja komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar.
Við mat á fjárhæð tryggingar skal taka tillit til greiðslna sem ferðamenn hafa greitt vegna pakkaferða og samtengdra ferðatilhögunar.
Lækkun á grundvelli þessa ákvæðis er tímabundin.
Viðbótargögn vegna sérstakrar heimildar 2020
Ef sótt er sérstaka heimild til lækkunar ber að nota eyðublaðið: "Endurmat tryggingarfjárhæðar ásamt beiðni um lækkun vegna sérstakrar heimildar 2020" sem finna má hér að neðan.
Auk gagna sem þurfa að fylgja vegna hefðbundinna skila þarf að skila vottorði frá innheimtumanni ríkissjóðs um að leyfishafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Innheimtumenn eru Skatturinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
Eyðublöð og gagnaskil:
- Greining á veltu rauntölur 2019
- Greining á veltu áætlun 2020
- Staðfesting vegna greiningar á veltu 2019 og bókhalds
- Yfirlit yfir inneignir ferðamanna
- Leiðbeiningar um útfyllingu gagna (PDF)
- Leiðbeiningamyndband (opnast í nýjum glugga)
Hlaða þarf eyðublöðum niður og vista í eigin tölvu áður en þau eru fyllt út. Áríðandi er að fylla eyðublöð rétt út og gera grein fyrir öllum umbeðnum upplýsingum.
Gögnum er skilað inn í gegnum island.is á eyðublöðum sem nálgast má hér að neðan og hengja við þau fylgigögn sem við eiga og listuð eru hér að ofan:
- Endurmat tryggingarfjárhæðar 2020
- Endurmat tryggingarfjárhæðar 2020 ásamt beiðni um lækkun vegna árstíðarbundinnar sveiflu eða samdráttar í rekstri
Ferðamálastofa mun kalla eftir viðbótargögnum og upplýsingum sé tilefni til þess.
Ítrekað er mikilvægi þess að veittar upplýsingar séu réttar og bent er á að röng upplýsingagjöf getur varðar við almenn hegningarlög.
Heimild til lækkunar tryggingarfjárhæðar
Í ljósi heimsfaraldurs og mikils samdráttar í ferðaþjónustu vill Ferðamálastofa benda seljendum pakkaferða á að heimild er í lögum nr. 95/2018 sbr. 8. grein reglugerðar nr. 150/2019 með breytingum sbr. reglugerð 945/2019 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun til að sækja um tímabundna lækkun tryggingarfjárhæðar vegna samdráttar í rekstri eða mikilla árstíðabundinna sveiflna í rekstri. Miðað er við að lágönn eða tímabil samdráttar sé ekki skemmra en fjórir mánuðir og að tryggingarfjárhæð á tímabili lækkunar verði a.m.k. helmingi lægri en tryggingarfjárhæð skv. meginreglu.
Sótt er um í gegnum island.is.
Umsókn skal fylgja eftirfarandi:
- Greinargóð skýring og rökstuðningur fyrir umsókn, bréf sem að leyfishafar útbúa sjálfir og hafa tilbúið til að hlaða upp í þjónustugátt.
- Greining á áætlaðri veltu fyrstu 6 mánaða komandi árs, þ.e. 2021. Eyðublað má finna hér.
- Staðfesting endurskoðanda vegna áætlunar um tryggingarskylda veltu 2021. Bréf sem að endurskoðandi útbýr og undirritar. Fram þarf að koma nafn og kt. leyfishafa, áætluð fjárhæð tryggingarskyldrar veltu, að endurskoðandi hafi kynnt sér áætlunina og forsendur hennar og telji hana raunhæfa á grundvelli þeirra.
- Vottorð frá innheimtumanni Ríkissjóðs um að leyfishafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Innheimtumenn eru Skatturinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
- Yfirlti yfir inneignir ferðamanna. Eyðublaðið má finna hér.
- Uppfærð greininig á áætlarði veltu ársins 2020. Eyðublaðið má finna hér.
Hlaða þarf eyðublöðum niður og vista í eigin tölvu áður en þau eru fyllt út. Áríðandi er að fylla eyðublöð rétt út og gera grein fyrir öllum umbeðnum upplýsingum.
Ferðamálastofa mun kalla eftir viðbótargögnum og upplýsingum sé tilefni til þess.
Ítrekað er mikilvægi þess að veittar upplýsingar séu réttar og bent er á að röng upplýsingagjöf getur varðar við almenn hegningarlög.
Heimild til hækkunar tryggingarfjárhæðar
Ferðamálastofu er heimilt skv. nr. 95/2018 og reglugerð nr. 150/2019 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun til að hækka tryggingarfjárhæðir við tilteknar aðstæður.
Líkur á að trygging dugi ekki:
Ferðamálastofu er heimilt að hækka útreiknaða tryggingarfjárhæð sé það rökstutt mat stofnunarinnar að líkur séu á að útreiknuð trygging muni ekki nægja fyrir endurgreiðslu móttekinna greiðslna fyrir pakkaferðir komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofu. Við ákvörðun tryggingarfjárhæðar ber að tryggja eins og kostur er að fjárhæðin dugi til endurgreiðslunnar.
Tímabundi aukning í umsvifum:
Einnig er heimilt að hækka tryggingarfjárhæðina ef tímabundin aukning verður í umsvifum ferðaskrifstofu. Ferðaskrifstofu er skv. 9. gr. reglugerðarinnar skylt að tilkynna Ferðamálastofu ef fyrirsjáanlegt er að tryggingaskyld velta verði umtalsvert meiri en þau gögn sem lágu til grundvallar ákvörðun tryggingafjárhæðar gáfu til kynna. Veita skal Ferðamálastofu viðeigandi upplýsingar, m.a. upplýsingar skv. 6. gr. reglugerðarinnar, svo hægt sé að leggja mat á hækkun tryggingafjárhæðar. Hafi tímabundin aukin umsvif verið tilkynnt til Ferðamálastofu er heimilt að undanskilja þá veltu frá tryggingarskyldu við útreikning á fjárhæð tryggingar næsta árs.
Áhættusamur rekstur og veik eiginfjárstaða
Ferðamálastofu er ennfremur heimilt að krefjast hærri trygginga vegna sölu pakkaferða:
- Þegar um sérstaklega áhættusaman rekstur er að ræða.
- Eiginfjárstaða seljanda er neikvæð samkvæmt ársreikningi.
Endurupptaka ákvörðunar um tryggingarfjárhæð
Ferðaskrifstofur geta lagt fram beiðni um endurupptöku ákvörðunar um tryggingarfjárhæð hafi:
- Forsendur breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin.
- Ákvörðun verið tekin á grundvelli ófullnægjandi eða rangra upplýsinga.
Beiðni um endurupptöku ákvörðunar um tryggingarfjárhæð þarf að fylgja greinargóður rökstuðningur. Beiðnina þarf að senda inn gegnum island.is á sérstöku eyðublaði.
Eftirfarandi fylgigögn þurfa að fylgja beiðninni:
- Greining á áætlaðri tryggingarskyldri veltu ársins 2020, uppfærð ef tilefni er til. Eyðublað er að finna hér.
- Greining á áætlaðri tryggingarskyldir veltu ársins 2021. Eyðublað er að finna hér.
- Yfirlit yfir inneignir ferðamanna, uppfært ef tilefni er til. Eyðublað er að finna hér.
Hlaða þarf eyðublöðum niður og vista í eigin tölvu áður en þau eru fyllt út. Áríðandi er að fylla eyðublöð rétt út og gera grein fyrir öllum umbeðnum upplýsingum.
Ferðamálastofa mun kalla eftir viðbótargögnum og upplýsingum sé tilefni til þess.
Ítrekað er mikilvægi þess að veittar upplýsingar séu réttar og bent er á að röng upplýsingagjöf getur varðar við almenn hegningarlög
Rafræn skil á gögnum
Skila þarf umbeðnum gögnum rafrænt island.is á þar til gerðum eyðublöðum ásamt fylgögnum. Ekki er tekið við gögnum sem send eru í tölvupósti. Þess er sérstaklega óskað að greiningu á veltu sé skilað sem excel skjölum.
Skila skal inn:
- Ársreikningi fyrir árið 2019 eða rekstrar,- og efnahagsyfirliti fyrir árið 2019 byggðu á skattframtali. 2020 er heimilt að skila drögum að ársreikningi 2019 eða tekjuyfirliti 2019, staðfestu af endurskoðanda.
- Greiningu á staðfestri tryggingarskyldri veltu ársins 2019 ásamt upplýsingum um veltu sem undanþegin er tryggingarskyldu.
- Greiningu á áætlaðri tryggingarskyldri veltu ársins 2020 ásamt ásamt upplýsingum um veltu sem undanþegin er tryggingarskyldu.
- Staðfestingu endurskoðanda/skoðunarmanns um að tryggingarskyld velta ársins 2019 sé rétt eins og hún er sett fram og að bókhald samræmist reglugerð um tryggingar vegna sölu pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar nr. 150/2019
- Yfirliti yfir inneignir ferðamanna
Sé sótt um lækkun tryggingarfjárhæðar á grundvelli samdráttra í rekstri eða árstíðabundinna sveiflna þarf jafnframt að skila:
- Greinargóðri skýringu og rökstuðningi fyrir umsókn, bréf sem að leyfishafar útbúa sjálfir og hafa tilbúið til að hlaða upp í þjónustugátt.
- Greiningu á áætlaðri veltu fyrstu 6 mánaða komandi árs, þ.e. 2021.
- Staðfestingu endurskoðanda vegna áætlunar um tryggingarskylda veltu 2021. Bréf sem að endurskoðandi útbýr og undirritar. Fram þarf að koma nafn og kt. leyfishafa, áætluð fjárhæð tryggingarskyldrar veltu, að endurskoðandi hafi kynnt sér áætlunina og forsendur hennar og telji hana raunhæfa á grundvelli þeirra.
- Vottorði frá innheimtumanni Ríkissjóðs um að leyfishafi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Innheimtumenn eru Skatturinn á höfuðborgarsvæðinu og sýslumenn utan höfuðborgarsvæðisins.
- Yfirlti yfir inneignir ferðamanna.
- Uppfærðri greininig á áætlarði veltu ársins 2020.
Hlaða þarf eyðublöðum niður og vista í eigin tölvu áður en þau eru fyllt út. Áríðandi er að fylla eyðublöð rétt út og gera grein fyrir öllum umbeðnum upplýsingum.
Ferðamálastofa mun kalla eftir viðbótargögnum og upplýsingum sé tilefni til þess.
Ítrekað er mikilvægi þess að veittar upplýsingar séu réttar og bent er á að röng upplýsingagjöf getur varðar við almenn hegningarlög.
Áríðandi er að velja rétt form á island.is fyrir þau gögn sem leggja ber fram:
Endurmat tryggingarfjárhæðar 2020
Beiðni um lækkun tryggingarfjárhæðar á grundvelli árstíðarbundinnar sveiflu eða samdráttar í rekstri
Beiðni um endurupptöku ákvörðunar um tryggingarfjárhæð