Fara í efni

Merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum - Auglýst eftir hönnunarteymi

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir hönnunarteymi til að hanna merkingar, merkingakerfi og merkingahandbók fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði. Verkefnið byggir á stefnumarkandi landsáætlun 2019–2029 og verkefnaáætlun 2019–2021 um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Handbókin verður aðgengileg á netinu og er ætluð bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Merkingarnar og merkingakerfið eiga að byggja á fyrri vinnu við merkingar og áður útgefnar merkingahandbækur.

Áhugasamir skulu senda inn umsókn, að hámarki fjórar A4-blaðsíður, þar sem fram koma upplýsingar um hönnunarteymið, fyrri verkefni, menntun, nálgun og hugmyndafræði sem teymið sér fyrir að leggja upp með í verkefninu. Ekki er ætlast til að sýndar séu tillögur að merkingaverkefninu í umsókninni.

Umsóknarfrestur er til 12. ágúst 2020, en gögnum skal skilað rafrænt á netfangið info@honnunarmidstod.is

Kynningarfundur / fjarfundur um verkefnið verður haldinn mánudaginn 22. júní kl. 12-13. Hlekkur á fund: https://bit.ly/KynningarfundurMerkinga

Valnefnd fer yfir allar umsóknir og velur 2-5 teymi sem fá tækifæri til að hitta valnefnd á kynningarfundi þar sem þau kynna sig, nálgun við verkefnið, hugmyndafræði og fyrri verk. Úr þeim hópi verður eitt teymi valið til að vinna verkefnið. Gert er ráð fyrir að niðurstaða valnefndar liggi fyrir 28. ágúst. Vinna hönnunarteymis hefst í kjölfarið og áætlað er að henni ljúki fyrir 10. desember 2020.


Tímalína
15. júní Verkefni auglýst
22. júní Kynningarfundur / fjarfundur kl. 12 -13
12. ágúst Skil umsókna
18. ágúst Tilkynnt um forval valnefndar
25. ágúst Valin teymi hitta valnefnd og kynna nálgun sína við verkefnið
28. ágúst Tilkynnt hvaða teymi hlýtur verkefnið
10. desember Áætluð verklok

 

Valnefnd
Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur
Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, landslagsarkitekt
Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull
Kristján Örn Kjartansson, arkitekt
Ragnar Freyr Pálsson, grafískur hönnuður
Stefanía Ragnarsdóttir, fræðslufulltrúi í Vatnajökulsþjóðgarði, grafískur hönnuður
Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt

Greiðslur:
Teymin 2-5, sem verða valin í forvali og kynna nálgun við verkefnið fyrir valnefnd fá greiddar 250.000 kr. + vsk. fyrir vinnu sína. Gerður verður samningur við hönnunarteymið sem er valið til að vinna verkefnið. Greiðslur fyrir hönnun merkinga, merkingakerfis og handbókar með hönnunar- og framleiðsluleiðbeiningum fyrir merkingakerfið, verður á bilinu 12-14.000.000 kr. + vsk.

Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Gerður Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, netfang: gerdur@honnunarmidstod.is