Fara í efni

Hver verður fulltrúi Íslands sem gæðaáfangastaður í Evrópu?

EDEN
EDEN

Ferðamálastofa óskar eftir umsóknum vegna fimmtu evrópsku EDEN- samkeppninnar um gæða áfangastaði í Evrópu, European Destination of Excellence. Þema þessa árs er „Ferðaþjónusta og endurnýjun svæða“

Markmið:
Markmið EDEN verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni.

Þema ársins:
Þema þessa árs er „Ferðaþjónusta og endurnýjun svæða“ (Tourism and Regeneration of Physical Sites). Athyglinni er beint að svæðum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og fengið nýtt hlutverk sem ferðamannastaðir, eftir að hafa áður gegnt einhverju öðru og alls óskyldu hlutverki. Svæðin eða staðirnir geta verið af ýmsu tagi og fyrra hlutverk þeirra getur hafa verið margvíslegt. Það getur svo dæmi sé tekið hafa tengst iðnaði flutningum, grunngerð samfélagsins, landbúnaði, sjávarútvegi o.s.frv. Það getur líka hafa tengst menningarlegri starfsemi eða sögu staðarins, ásamt öðru.

Áfangastaðurinn þarf m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Staðurinn/svæðið má ekki vera hefðbundinn ferðamannastaður. Fjöldi ferðamanna skal vera lítill eða mjög lítill miðað við landsmeðaltal.
  2. Staðurinn/svæðið þarf að hafa verið breytt frá sínu upprunalega ástandi eða hlutverki í að vera áfangastaður ferðamanna og hafi sett sér markmið um að starfa skv. markmiðum WTO um sjálfbæra ferðaþjónustu*.
  3. Til að staður/svæði eigi erindi í keppnina þarf hlutverki hans að hafa verið breytt algjörlega.
  4. Staðurinn/svæðið þarf að hafa verið til staðar í a.m.k. 2 ár frá því að hann fékk nýtt hlutverk.

Skilar umfjöllun og markaðssetningu:
Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn „2011 EDEN Destination for the Regeneration of Physical Sites“. Verðlaunaafhendingin og sýning með kynningu á öllum verðlaunaáfangastöðunum fer fram í tengslum við ferðamálaráðstefnuna The European Tourism Forum í haust. Allir EDEN verðlaunahafar fá töluverða umfjöllun og kynningu í fjölmiðlum í Evrópu í tengslum við verðlaunaafhendinguna og á vefsíðum og kynningarritum EDEN verkefnisins eftir það. EDEN verðlaunin eru bæði viðurkenning á gæðum viðkomandi áfangastaðar og hafa mikla þýðingu fyrir markaðssetningu. Árið 2010 hlutu Vestfirðir og Vatnavinir Vestfjarða EDEN verðlaunin fyrir hönd Íslands. Ath! Engin eiginleg peningaverðlaun eru í boði.

Hverjir geta tekið þátt?
Bæir, sveitarfélög og landssvæði sem mynda landfræðilega heild og sem falla undir skilyrðin hér að ofan. Útfyllt umsóknareyðublöð (sjá hér að neðan) þurfa að hafa borist á netfang umhverfisstjóra Ferðamálastofu sveinn@ferdamalastofa.is fyrir miðnætti 12. apríl 2011.

Ath! Aðeins vandaðar umsóknir, sem eiga fullt erindi í þessa samkeppni, koma til greina.

Skjöl til útfyllingar og leiðbeiningar:

Vefsíður með nánari upplýsingum:

______________________________________

* Skilgreining World Tourism Organization (UNWTO) á sjálfbærri ferðamennsku frá 2004 hljóðar svo: „Sjálfbær ferðaþjónusta á að:

  • - Nýta umhverfisauðlindir sem gegna lykilhlutverki í þróun ferðaþjónustu á sem bestan og hagkvæmastan hátt en viðhalda jafnframt nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og aðstoða við verndun náttúruarfs og líffræðilegrar fjölbreytni;
  • - Virða félags- og menningarlegan upprunaleika samfélaga í heimabyggðum, vernda menningararf þeirra, bæði byggingararf og samtímamenningu, og hefðbundin lífsgildi, og stuðla að skilningi og umburðarlyndi á milli ólíkra menningarhópa;
  • - Tryggja lífvænlega, langtíma efnahagslega starfsemi sem veitir öllum hagsmunaaðilum félagslegan og hagrænan ávinning er dreifist á milli þeirra á sanngjarnan hátt, þ.m.t. hvað varðar stöðugleika í möguleikum til atvinnuþáttöku