Fara í efni

Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa

Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa

Ferðamálastofa leitar eftir sérfræðingi til starfa frá 15. janúar 2014 á starfsstöð sinni í Reykjavík. Um er að ræða 100% starf til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á atvinnugrein í örum vexti og löngun til að takast á við sérfræðiverkefni af ýmsu tagi á sviði ferðamála, með áherslu á úrvinnslu og nýtingu talnagagna og sjálfbæra langtímaþróun ferðaþjónustu sem atvinnugreinar.

Helstu verkefni

Meðal meginverkefna sérfræðingsins verða:

- Afmörkuð verkefni, einkum á sviði umhverfismála, gæðamála og talnaúrvinnslu
- Samskipti við markaðsstofur landshluta og aðrar svæðisbundnar stoðstofnanir
- Stuðningur vegna verkefna á sviði alþjóðlegra samskipta
- Úrvinnsla innlendra og erlendra gagna um ferðaþjónustugreinar

Menntunar- og hæfniskröfur

• B.S. próf í ferðamálafræði eða sambærileg menntun
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga
• Góðir samskiptahæfileikar, framtakssemi, sjálfstæði í vinnubrögðum
• Löngun til að takast á við síbreytileg verkefni.
• Reynsla af störfum innan ferðaþjónustugreina er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi reynslu og
  þekkingu á einhverjum eftirtalinna sviða:
   o stefnumótun og þróunarvinnu
   o uppbyggingu og skipulagsmálum innan ferðaþjónustunnar
   o umhverfismálum
   o nýtingu fræðilegra gagna,

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2013. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skal senda á:

Ferðamálastofa
– umsókn um starf sérfræðings
Geirsgötu 9
101 Reykjavík

Eða á netfangið upplysingar@ferdamalastofa.is og merkja starfinu.

Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða en öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólrún Anna Jónsdóttir rekstrarstjóri,
solrun@ferdamalastofa.is.