Fara í efni

Eru þínar upplýsingar réttar? Mikilvægt að bregðast við

Nú fer fram árleg voruppfærsla á upplýsingum í gagnagrunni ferðaþjónustunnar og þeim ferðavefjum sem honum tengjast. 

Þessir ferðavefir fá árlega milljónir heimsókna, frá bæði erlendum og innlendum ferðamönnum, og er því mikilvægt að upplýsingar þar inni séu réttar. Gagnagrunnurinn er einnig mikilvægt öryggistæki fyrir Safe Travel og aðra viðbragðsaðila ef vá steðjar að. Skráning fyrirtækja er þeim að kostnaðarlausu.

Þegar ætti meirihluti skráðra fyrirtækja að hafa fengið póst frá okkur og síðustu póstar fara út á næstu dögum.  Aðilar sem ekki bregðast við erindinu, eiga í hættu að hætta að birtast markaðsvefjunum ferdalag.is og visiticeland.com

Hvar birtast upplýsingarnar?

Upplýsingar úr grunninum eru m.a. birtar á landkynningarvefnum www.visiticeland.com og ferðavefnum www.ferdalag.is. Jafnframt birtast upplýsingar á öllum landshlutavefjum markaðsstofanna á landsbyggðinni

Aðgangur fyrir skráða aðila

Fyrirtæki eða aðilar sem eru með skráningu geta fengið aðgang til að halda utan um og breyta sínum upplýsingum. Þeir sem hafa fengið frá okkur póst þess efnis og svarað ættu að hafa fengið staðfestingarpóst með upplýsingum næstu skref. Bendum einnig á leiðbeiningar til að vinna með grunninn.

Skráning í grunninn

Öll fyrirtæki með tilskilin leyfi geta fengið skræaningu æi grunninn og er hún þeim að kostanaprlausu sem fyrr segur. Ferðaþjónustuaðilar geta fyllt út eyðublaðið hér að neðan til að óska eftir skráningu í grunninn.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið ferdalag@ferdamalastofa.is