Við erum öll almannavarnir!

Nú þegar verslunarmannahelgin nálgast er mikilægt að við tileinkum okkur yfirskriftina hér að ofan „Við erum öll almannavarnir“.  Undanfarna daga hafa verið að koma upp einangraðar sýkingar vegna Covid-19. Við þurfum öll að bregðast við og gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að faraldurinn fari aftur af stað og að smitum fjölgi enn frekar, það er mikið í húfi fyrir okkur öll.  Ferðamálastofa vill því minna ferðaþjónustuaðila að huga vel að sóttvörnum bæði fyrir gesti og starfsfólk. 

Hagnýtar upplýsingar fyrir ferðaþjónustuaðila

Á heimsíðu Ferðamálastofu er hlekkur merktur Kórónaveiran (Covid-19) þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðaþjónustuna til að vinna gegn vágestinum sem m.a. hafa verið unnar í samvinnu við Landlækni. Við skorum á ferðaþjónustuaðila að prenta út ábendingar sem þar eru að finna fyrir gesti og starfsfólk og hafa þær vel sýnilegar öllum, sem og að hafa handspritt sem víðast fyrir starfsfólk og gesti.

Sérstaklega ber að minna á eftirfarandi:

  • Handþvott og handsprittun.
  • Virða 2ja metra nándarregluna.
  • Veitinga- og gististaðir, fylgja leiðbeiningum um hlaðborð.

Gangi ykkur vel og munum að við erum öll almannavarnir.


Athugasemdir