Fara í efni

Uppfærð merkingahandbók og handbók um náttúrustíga

Hér má sjá dæmi um merkingar samkæmt uppfærðri handbók.
Hér má sjá dæmi um merkingar samkæmt uppfærðri handbók.

Fyrir skömmu var opnuð vefsíðan godar­leidir.is en hún er hugsuð sem upphafs­staður fyrir alla þá sem með einum eða öðrum hætti vinna að innviða­hönnun ferða­mannastaða eða huga að fram­kvæmdum á þeim.

Meðal þess sem þar er að finna er uppfærð handbók merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum og handbók með leiðbeiningum um gerð nátt­úru­stíga.

Forsaga málsins

Sem hluta af fram­kvæmd Landsáætl­unar um uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru og menn­ing­ar­sögu­legum minjum, sem Alþingi samþykkti árið 2018, skipaði umhverfis- og auðlinda­ráð­herra samstarfshóp um eflingu fagþekk­ingar, hönn­unar og samræm­ingar við uppbygg­ingu innviða til verndar náttúru- og menn­ing­ar­sögu­legum minjum á ferða­manna­stöðum. Í hópnum eru full­trúar frá Umhverfis- og auðlinda­ráðu­neyti, Umhverf­is­stofnun, Ferða­mála­stofu, Þjóð­garð­inum á Þing­völlum, Vatna­jök­uls­þjóð­garði, Land­græðsl­unni, Minja­stofnun, Þjóð­minja­safni Íslands, Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Skóg­rækt­inni og Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs.

Handbækur og leiðbeiningar

Miðstöð hönn­unar og arki­tektúrs fékk það hlut­verk innan samstarfs­hópsins að leiða vinnu við að uppfæra merk­inga­handbók frá árinu 2011 og vera ráðgjafi fyrir önnur verk­efni hópsins. Vinna samstarfs­hópsins leiddi af sér fjöl­breytt og ólík verk­efni en helst ber að nefna þrjár hand­bækur sem verða aðgengi­legar á vefnum godar­leidir.is. Þetta eru:

  • Vegrún, merkingar á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum
  • Leiðbeiningar um gerð nátt­úru­stíga
  • Skipu­lags­leið­bein­ingar fyrir ferða­mannastaði (aðgengileg í júní).

Auk hand­bóka leiddi vinna samstarfshóp af sér námskeið sem tengjast skipu­lagi, hand­verki og uppbygg­ingu innviða á ferða­manna­stöðum í samstarfi við Landbún­að­ar­há­skóla Íslands og fleiri aðila.

Sjá nánar á godarleidir.is