Tíu þúsund brottfarir erlendra farþega í september

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um tíu þúsund í nýliðnum september samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 94,5% færri en í september 2019, þegar brottfarir voru tæplega 184 þúsund talsins. Þjóðverjar voru fjömennastir í september eða um fimmtungur brottfara.

 

Frá áramótum hafa um 461 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll sem er 70,6% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæpar 1,6 milljón talsins.

 

 

Ástæður fyrir fækkun erlendra gesta til landsins
það sem af er ári ættu að vera öllum ljósar.
Allt frá því áhrifa Covid faraldursins fór að gæta
fyrir alvöru í mars hefur orðið hrun í fjölda. Þannig
var fækkunin milli ára um 53% í mars, um 99% í 
apríl og maí, 97% í júní, 80% í júlí, 75% í ágúst 
og 95% í september, eins og sjá má af töflu hér 
til hliðar.

 

 

 

 

Brottfarir eftir þjóðernum í september

Af einstaka þjóðernum voru flestar brottfarir í september tilkomnar vegna Þjóðverja en brottfarir þeirra voru um tvö þúsund eða um 85% færri en í september í fyrra. Í öðru sæti voru brottfarir Pólverja, um sautján hundruð talisns, 79% færri en í fyrra.

Þar á eftir fylgdu brottfarir Breta (7,1% af heild), Frakka (5,2%), Dana (4,0%), Hollendinga (3,9%), Svisslendinga (3,5%), Bandaríkjamanna (3,4%), Spánverja (3,3%) og íbúa Eystasaltslandanna ( (3,3%). Samtals voru brottfarir tíu stærstu þjóðerna 72,2%.

 

 

Ferðir Íslendinga utan

Um 4.900 Íslendingar fóru utan í september eða 90,1% færri en í september 2019. Frá áramótum (janúar-september) hafa um 121 þúsund Íslendingar farið utan en um er að ræða 345 þúsund færri brottfarir en á sama tímabili í fyrra.

Nánari upplýsingar

Nánari skiptingu á milli þjóðerna má sjá í töflunni að neðan og frekari upplýsingar eru undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.


Athugasemdir