Ferðamálaþing 2010 á Hilton Reykjavík Nordica - áhrif eldgossins
28.04.2010
Gos fimmv
Þriðjudaginn 4. maí kl. 13-17 gengst Ferðamálastofa í samvinnu við iðnaðarráðuneytið fyrir ferðamálaþingi á Hilton Reykjavík Nordica. Ákveðið var að breyta áður ákveðinni dagskrá þingsins og helga það þeim atburðum sem hæst hafa borið síðustu daga, það er eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á ferðaþjónustuna.
Yfirskriftin er: Íslensk náttúra ? afl ferðaþjónustunnar og áskorun.
Dagskrá:
| 13:00 | Setning - Katrín Júlíusdóttir, ferða- og iðnaðarmálaráðherra |
| 13:15 | Tourism means globalization ? natural disasters are global by nature - Norbert Pfefferlein, professor and president of TCME, a marketing and tourism research company. |
| 13:35 | Að móta umræðuna ? þankar um almannatengsl, Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri Athygli ehf. |
| 13:55 | Mikilvægi markaðsaðgerða í kjölfar óvæntra atburða ? Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair og Matthías Imsland forstjóri Iceland Express. |
| 14:20 | Góðir gestir, hvað má bjóða ykkur? - Gestgjafahlutverkið á umbrotatímum - Þórólfur Árnason, stjórnarformaður ISAVIA. |
| 14:40 | Kaffi |
| 15:00 | Hvernig bregðast skal við í neyð og tryggja áframhaldandi rekstur- Leó Sigurðsson öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Actavis á Íslandi. |
| 15:20 | Eldgos á Suðurlandi ? orðspor og öryggi? ? Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri |
| 15:30 | Má bjóða þér gos? Eldfjöll sem aðdráttarafl í ferðamennsku - Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur |
| 15:50 | Samantekt ? Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar |
| 16:00 | Setið fyrir svörum |
| Katrín Júlíusdóttir ráðherra ferðamála, Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair og Matthías Imsland forstjóri Iceland Express | |
| 16:30 | Opnun og kynning á endurbættum landkynningarvef Ferðamálastofu |
| 16:45 | Veitingar í þinglok |
| Fundarstjóri Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður |