Brottfarir í maí

Brottfarir í maí
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Um 1900 farþegar fóru úr landi um Keflavíkurflugvöll í nýliðnum maí, þar af voru brottfarir útlendinga 56%. Um er að ræða 99% samdrátt í farþegafjölda milli ára.

Brottfarir erlendra farþega voru 1.035 talsins eða um 125 þúsund færri en árinu áður. Pólverjar voru um þriðjungur erlendra farþega. Frá áramótum hafa um 336 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 52,4% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra.

Um 89 þúsund Íslendingar hafa farið utan frá áramótum, 63% færri en á sama tímabili í fyrra.

Nánari upplýsingar


Athugasemdir