Fara í efni

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2009

Ársskýrsla 2009
Ársskýrsla 2009

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2009 er nú komin út og er aðgengileg hér á vefnum. Skýrslunni var meðal annars dreift á ferðamálaþinginu í liðinni viku.

Í skýrslunni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á síðasta ári. Talsverðar breytingar urðu á árinu, bæði á starfi stofnunarinnar og ytra umhverfi. Fjárhagsleg umsvif námu rúmum 750 milljónum króna og var reksturinn innan fjárheimilda. Veruleg aukning varð á ýmsum sviðum, til að mynda í útgáfu ferðaskipuleggjendaleyfa.

Verðmætar blaðamannaheimsóknir
Sem dæmi um það öfluga starf sem Ferðamálastofa sinnir má nefna að um 700 blaða og fjölmiðlamenn komu til landsins fyrir forgöngu eða með aðstoð Ferðamálastofu á árinu. Verðmæti þeirrar umfjöllunar sem kemur í kjölfar slíkra ferða er jafnan margfalt á við þann kostnað sem af þeim hlýst. Þannig hefur verið reiknað út að virði umfjöllunar í breskum prentmiðlum eingöngu, sem Ferðamálastofa stóð að fyrir árið 2009, nam samtals 1,6 milljónum punda.

Rannsóknir og kannanir
Rannsóknir og kannanir eru sem kunnugt er mikilvæg forsenda allrar áætlanagerðar. Ferðamálastofa sér um talningu á ferðamönnum sem koma til landsins, skipt eftir þjóðerni,  Á árinu voru einnig kynntar niðurstöður á viðhorfi til íslands í þremur löndum: Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku. Þá var gerð könnun um ferðaáform Íslendinga.

Umhverfis-, þróunar og gæðamál
Starf að umhverfismálum var fjölbreytt sem fyrr. Meðal annars var úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum líkt og verið hefur. Þróunar og gæðamál skipa æ stærri sess  og má þar nefna flokkun gististaða og tjaldsvæða, umsýslu með styrkveitingum, þróunarverkefni í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, námskeiðahald, kynningafundir o.fl.

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2009 - PDF