Fara í efni

Áfangastaðastofur efli stoðkerfi ferðaþjónustunnar um allt land

Líkt og áður hefur komið fram hefur undirbúningur að stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum verið í gangi um nokkurt skeið. Nú er búið að undirrita samninga um stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu.

Að samningunum koma ráðuneyti ferðamála, landshlutasamtök sveitafélaga og Ferðmálastofa. Samningarnir eru til þriggja ára og er markmið samningana að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi ferðaþjónustunnar um allt land. Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 er leiðistefið í samningunum.

Styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta

Áfangastaðastofa er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Áfangastaðastofurnar er byggðar á grunni markaðsstofum landshlutana.

Hlutverk áfangastaðastofa

Á meðal hlutverka áfangastaðastofu eru eftirfarandi verkefni sem áfangastaðastofan sinnir í samstarfi og samráði við aðra aðila sem um sömu málaflokka að gera:

  • Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana ásamt tengingu við aðrar opinberar stefnur og áætlanir.
  • Aðkoma að gerð stefnumótunar og áætlana á landsvísu sem snertir ferðaþjónustu.
  • Aðkoma að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu til að tryggja samanburðarhæfni milli svæða auk þess að koma með tillögur og innsýn inn í rannsóknarþörf hvers landshluta.
  • Stuðla að vöruþróun og nýsköpun auk þess að vinna að þróunarverkefnum.
  • Leggja mat á fræðsluþörf, hafa aðkomu að þróunarverkefnum er varða hæfni og gæði í ferðaþjónustu, veita ráðgjöf varðandi fræðslu og miðla upplýsingum um hvað er í boði.
  • Sinna svæðisbundinni markaðssetningu í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila sem dregur fram sérstöðu landshlutanna og styður við markaðssetningu Íslands í heild.
  • Vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum. Áfangastaðastofur liðsinna sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum innan svæðis vegna ferðaþjónustu samkvæmt samstarfssamningum.