Fara í efni

Kynning á áfangastaðaáætlunum

Þann 15. nóvember 2018 mun Ferðamálastofa halda kynningu á áfangastaðaáætlunum. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 13-16.

Sjö áfangastaðaáætlanir

Við gerð áfangastaðaáætlana var landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna sem fóru með verkefnisstjórn á sínum svæðum. Áfangastaðaáætlanirnar eru því sjö talsins og á kynningarfundinum munu verkefnisstjórarnir kynna helstu niðurstöður hvers svæðis. Á eftir kynningunum verður tími fyrir spurningar og umræður.

Dagskrá

 • Ávarp og setning fundar - Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri
 • Verkefnisstjórar kynna áfangaðaáætlanir
  • Áfangastaðaáætlun Vesturlands - Margrét Björk Björnsdóttir
  • Áfangastaðaáætlun Austurlands - María Hjálmarsdóttir
  • Áfangastaðaáætlun Norðurlands - Björn H. Reynisson
  • Áfangastaðaáætlun Höfuðborgarsvæðis - Ágúst Elvar Bjarnason
  • Áfangastaðaáætlun Reykjaness - Þuríður H. Aradóttir Braun
  • Áfangastaðaáætlun Suðurlands - Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir
  • Áfangastðaáætlun Vestfjarða - Magnea Garðarsdóttir 
 • Snertifletir Landsáætlunar um innviði við áfangastaðaáætlanir - Dagný Arnarsdóttir og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti
 • Hvernig munu áfangastaðaáætlanir nýtast? - Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundarstjóri verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Skráning og streymi á netinu

Skráning á fundinn er hér að neðan, auk þess sem honum verður einnig streymt á netinu.