Fara í efni

Áfangaskýrsla um Vatnajökulsþjóðgarð

Nefnd um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls hefur skilað áfangaskýrslu til umhverfisráðherra. Hlutverk nefndarinnar samkvæmt skipunarbréfi er að fara yfir og skoða þá möguleika sem til greina koma til stofnunar þjóðgarðs eða verndarsvæða fyrir norðan Vatnajökul m.t.t. þeirra áætlana um landnýtingu á svæðinu sem Alþingi hefur fyrir sitt leyti fallist á. Nefndinni var falið að vinna tillögur að umfangi verndarsvæðis og verndarstigi að höfðu samráði við viðkomandi sveitarfélög, landeigendur, ferðaþjónustuaðila og umhverfissamtök.