Aðgengilegir ferðamannastaðir á Íslandi

Aðgengilegir ferðamannastaðir á Íslandi
Arfleifð víkinganna nýtt í þágu ferðaþjónustunnar

Á vegum Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, er unnið að því að taka saman lista yfir ferðamannastaði hérlendis sem eru aðgengilegir hreyfihömluðu fólki. Listinn tekur til allar starfsemi sem snýr að ferðafólki, svo sem gististaða, veitingastaða, verslana, sundlauga, útvistarstaða, þjóðgarða, útsýnisstaða og fleiri þátta.   Samtökin leita aðstoðar þeirra sem starfa við ferðaþjónustu við að finna staði sem eru aðgengilegir en fylla þarf út sérstakt eyðublað fyrir hvern stað og senda það síðan til samtakanna. Listi yfir aðgengilega staði er birtur á heimasíðu Sjálfsbjargar.   Staðir eru flokkaðir niður eftir landshlutum og eru nýjar upplýsingar færðar inn á heimasíðuna jafnóðum og þær berast . Jafnframt má á heimasíðunni nálgast umrætt eyðublað. Sjálfsbjargarfélagar munu síðan gera stikkprufur, fara á staði og prófa aðgengið.

 


Athugasemdir