Fjöldi ferðamanna

Ferðamálastofa hefur frá árinu 2002 annast talningar á ferðamönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Árið 2016 náðu þær yfir 98,6% erlendra ferðamanna sem komu til landsins, þ.e. 1,4% komu um aðra flugvelli og með Norrænu. Tölurnar eru uppfærðar mánaðarlega.

Hér er einnig hægt að nálgast upplýsingar um heidarfjölda ferðamanna frá 1949 (ekki skipt eftir þjóðerni) og talningar á vegum Útlendingastofnunar sem ná til ársins 2002. Einnig upplýsingar frá Faxaflóahöfnum um skemmtiferðaskip og fjölda farþega með þeim.