Fara í efni

43% fleiri ferðamenn í febrúar

Fjöldi ferðamanan í febrúar frá 2003.
Fjöldi ferðamanan í febrúar frá 2003.

Fjörutíu þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða 12 þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2012. Um er að ræða 43,2% aukningu milli ára.

Þreföld aukning ferðamanna frá 2003 til 2013

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í febrúarmánuði á ellefu ára tímabili (2003-2013) má sjá að jafnaði 12,8% aukningu milli ára frá árinu 2003. Ferðamönnum hefur fjölgað úr 13 þúsundum í 40 þúsund frá árinu 2003, sem er meira en þreföldun.

Bretar 40% ferðamanna

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi (39,9%). Ferðamenn frá Bandaríkjunum (13,4%), Noregi (8,0%), Þýskalandi (5,7%), Frakklandi (4,2%) og Danmörku (4,0%) fylgdu þar á eftir. Samtals voru þessar sex þjóðir tæplega þrír fjórðu ferðamanna í febrúar.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum mest milli ára í febrúar. Þannig komu 5.448 fleiri Bretar en í fyrra, 1.478 fleiri Bandaríkjamenn og 1.199 fleiri Þjóðverjar.

Veruleg aukning frá öllum markaðssvæðum

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá 56,0% aukningu frá Mið- og Suður Evrópu, 51,8% aukningu frá Bretlandi, 37,7% frá Norður Ameríku, 16,6% frá Norðurlöndunum og 45,2% frá löndum sem eru flokkuð undir ,,annað“.

Ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 73.269 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 19 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 35,5% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Bretum hefur fjölgað um 48,8%, ferðamönnum frá Mið- og S-Evrópu um 40,2%, N-Ameríkönum um 32,6% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 38,4%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 8,3%.

Ferðir Íslendinga utan

Tæplega 21 þúsund Íslendingar fóru utan í febrúar síðastliðnum, 400 færri en í febrúar árið 2012. Frá áramótum hafa 44.089 Íslendingar farið utan, 1,2% færri en árinu áður en þá fóru 44.629 utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum. Eins og fram kom í frétt um janúartölur voru þær tölur birtar með fyrirvara en hafa þær nú verið leiðréttar.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ                
Febrúar eftir þjóðernum       Janúar - febrúar eftir þjóðernum    
      Breyting milli ára         Breyting milli ára
  2012 2013 Fjöldi (%)     2012 2013 Fjöldi (%)
Bandaríkin 3.879 5.357 1.478 38,1   Bandaríkin 7.793 10.411 2.618 33,6
Bretland 10.522 15.970 5.448 51,8   Bretland 17.478 26.001 8.523 48,8
Danmörk 1.525 1.590 65 4,3   Danmörk 3.240 3.094 -146 -4,5
Finnland 238 387 149 62,6   Finnland 654 734 80 12,2
Frakkland 1.336 1.671 335 25,1   Frakkland 2.723 3.042 319 11,7
Holland 1.021 1.272 251 24,6   Holland 1.743 2.005 262 15,0
Ítalía 208 299 91 43,8   Ítalía 457 634 177 38,7
Japan 1.078 1.148 70 6,5   Japan 2.154 2.714 560 26,0
Kanada 284 374 90 31,7   Kanada 645 778 133 20,6
Kína 343 779 436 127,1   Kína 792 1.517 725 91,5
Noregur 1.949 2.418 469 24,1   Noregur 3.667 4.421 754 20,6
Pólland 341 490 149 43,7   Pólland 811 976 165 20,3
Rússland 66 245 179 271,2   Rússland 381 600 219 57,5
Spánn 206 321 115 55,8   Spánn 558 736 178 31,9
Sviss 169 427 258 152,7   Sviss 421 772 351 83,4
Svíþjóð 1.035 1.142 107 10,3   Svíþjóð 2.475 2.622 147 5,9
Þýskaland 1.079 2.278 1.199 111,1   Þýskaland 2.351 4.379 2.028 86,3
Annað 2.630 3.811 1.181 44,9   Annað 5.718 7.833 2.115 37,0
Samtals 27.909 39.979 12.070 43,2   Samtals 54.061 73.269 19.208 35,5
                     
Febrúar eftir markaðssvæðum       Janúar - febrúar eftir markaðssvæðum  
      Breyting milli ára         Breyting milli ára
  2012 2013 Fjöldi (%)     2012 2013 Fjöldi (%)
Norðurlönd 4.747 5.537 790 16,6   Norðurlönd 10.036 10.871 835 8,3
Bretland 10.522 15.970 5.448 51,8   Bretland 17.478 26.001 8.523 48,8
Mið-/S-Evrópa 4.019 6.268 2.249 56,0   Mið-/S-Evrópa 8.253 11.568 3.315 40,2
N-Ameríka 4.163 5.731 1.568 37,7   N-Ameríka 8.438 11.189 2.751 32,6
Annað 4.458 6.473 2.015 45,2   Annað 9.856 13.640 3.784 38,4
Samtals 27.909 39.979 12.070 43,2   Samtals 54.061 73.269 19.208 35,5
                     
Ísland 21.242 20.833 -409 -1,9   Ísland 44.629 44.089 -540 -1,2