Fara í efni

TTG Travel Experience á Ítalíu

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni TTG Travel Experience í Rimini, Ítalíu dagana 11.-13. október 2023. Sýningin er haldin árlega og er stærsta sýningin fyrir fagaðila (B2B) í ferðaþjónustu á Ítalíumarkaði. Á TTG býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum.Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á þjóðarbás á sameiginlegu norrænu sýningarsvæði og sýnir þar undir merkjum Visit Iceland.

Kostnaður við þátttöku er að hámarki 2.500€.

Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hér að neðan fyrir 14. apríl nk. Athugið að skráning er bindandi. Þar sem heildarfjöldi þátttakenda er takmarkaður er unnið út frá reglunni um að þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir.

Nánar um sýninguna.

Nánari upplýsingar veitir Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is.

Skráning