Fara í efni

Námskeið: Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir í ferðaþjónustu

Vinnuverndarnámskeið ehf halda námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í ferðaþjónustu á ensku 26. september

Farið er yfir hlutverk öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda á vinnustöðum. Farið er yfir helstu málaflokka vinnuverndarinnar, svo sem vinnuverndarstarf, áhættumat, slysavarnir, umhverfisþætti eins og t.d. hávaða og lýsingu o.fl.

Námskeiðið fer bæði fram í fjarnámi og útsendingu gegnum Teams. Fyrir námskeiðið fá þátttakendur senda fyrirlestra og verkefni sem þeir skoða áður en námskeiðið er klárað í fjarfundi á Teams. Á fjarfundinum eru rifjuð upp aðalatriði námskeiðsins og farið yfir verkefni námskeiðsins. Einnig verða lögð fyrir raunhæf verkefni í útsendingunni

  • Hvenær: 26. september, klukkan 13-15, námskeiðið er sniðið að fyrirtækjum í ferðaþjónustu
  • Hvernig: Námskeiðið byggist upp af fyrirlestrum og verkefnum, einnig er sýndur fjöldi mynda
  • Verð: 36.900 kr. á mann, gefinn er afsláttur fyrir hópa.
  • Ávinningur: Aukin þekking á vinnuverndarstarfi, áhættumati og öryggismálum á vinnustöðum.
  • Hagræði: Hægt að senda sérfræðingum spurningar fyrir og eftir námskeiðið

Skráning og nánari upplýsingar: https://vinnuverndarnamskeid.is/index.php/oryggistrunadarmenn-og-oryggisverdir/