Fara í efni

IBTM World 2023

Meet in Reykjavík, Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni IBTM World í Barcelona dagana 28 -30 nóvember 2023. Sýningin er haldin árlega og er ein stærsta sýning fagaðila á MICE markaði (ráðstefnu-, viðburða-, funda - og hvataferðamarkaði) í viðskipta -ferðaþjónustu. Á IBTM World, Barcelona býðst fyrirtækjum í MICE ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Þátttaka stendur samstarfsaðilum Meet in Reykjavík til boða..
Sýningin er nú þegar full bókuð.

Árið 2022 tóku 3.500 kaupendur þátt í sýningunni en talið var að um 100.000 fundir hafi átt sér stað á sýningunni.

IBTM stendur fyrir Incentives, Business Travel & Meetings.

Nánari upplýsingar veita Sigurjóna Sverrisdóttir, sigurjona@meetinreykjavik.is og Guðrún Ósk Kristinsdóttir, gudrun@meetinreykjavik.is

Vefsíða sýningar: https://www.ibtmworld.com/