Fara í efni

Skráning á World Travel Market í London

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni World Travel Market (WTM) í London dagana 5.- 7. nóvember 2024. Sýningin er haldin árlega og er ein stærsta sýning fagaðila (B2B) í ferðaþjónustu. Á WTM London býðst fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum.

Árið 2023 tóku yfir 4.500 kaupendur þátt í sýningunni og voru yfir 29.000 fundir skráðir.

Sýningin fer fram í ExCel sýningarhöllinni í London. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku á þjóðarbás og sýnir undir merkjum Visit Iceland.

Athugið að flug, gisting og annar ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.

Þar sem pláss er takmarkað á þjóðarbásnum er mikilvægt að fylla út skráningarformið hér að neðan sem fyrst eða í síðasta lagi 20. maí nk. Nánari upplýsingar um verð má finna á skráningarforminu. Athugið að skráning er bindandi skv. rafrænum samning sem sendur er í framhaldi og að kostnaðaráætlun tekur mið af lágmarksfjölda.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Þórisdóttir, hrafnhildur@islandsstofa.is.

Skráning