Fara í efni

Gönguleiðir á Íslandi

Ferðamálastofa hefur undanfarið unnið að því að safna upplýsingum um styttri gönguleiðir í samstarfi við aðila um land allt. Framtíðarsýn Ferðamálastofu er að ferðamenn og þjónustuaðilar hafi aðgang að miðlægu íslensku gönguleiðakerfi sem verði hægt að nálgast í opinberri vefgátt.

Tilgangurinn með verkefninu er að undirbúa og þróa opinbert leiðakerfi til að miðla samræmdum og áreiðanlegum upplýsingum um gönguleiðir sem hvetja til ferðalaga, útivistar og náttúruskoðunar um allt Ísland. Leiðakerfið byggir á upplýsingum frá umsjónaraðilum leiðanna og er ætlað að vera lifandi verkfæri til að viðhalda upplýsingum. Gönguleiðirnar verða birtar á VisitIceland.com, en gögnin verða einnig opin og aðgengileg öðrum til birtingar.  

Nánari upplýsingar veitir Guðný Hrafnkelsdóttir - gudny@ferdamalastofa.is