Fara í efni

Greining á áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku í einstökum samfélögum - Höfn, Mývatnssveit og Siglufjörður

Nánari upplýsingar
Titill Greining á áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku í einstökum samfélögum - Höfn, Mývatnssveit og Siglufjörður
Lýsing

Snemma árs 2015 úthlutaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Háskólanum á Akureyri fjármagni til rannsókna í ferðamálum. Háskólinn fól Rannsóknamiðstöð ferðamála umsjón og framkvæmd þessara rannsókna. Ein þeirra var rannsókn á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög hér á landi. Rannsóknir á samfélagslegum áhrifum eru í hópi þeirra verkefna sem hagsmunaaðilar hafa skilgreint í skýrslunni Þörfin fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu – greining hagsmunaaðila, sem Ferðamálastofa gaf út árið 2013.

Valin voru þrjú samfélög sem eru áfangastaðir ferðamanna. Þau eru: Siglufjörður, Höfn í Hornafirði og Mývatnssveit. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru kynntar í þessari skýrslu.

Við rannsóknina var notast við blandaðar rannsóknaraðferðir. Annars vegar voru tekin hálfopin viðtöl við íbúa í bæjarfélögunum þremur og hins vegar var spurningalisti lagður fyrir íbúa í símakönnun. Niðurstöðurnar benda til þess að viðhorf  til samfélagslegra áhrifa ferðaþjónustu séu mismunandi frá einum stað til annars. Á Siglufirði er mesta ánægjan með þær samfélagslegu breytingar sem orðið hafa og telja íbúarnir uppbyggingu hafa verið í góðum takti við fjölgun ferðafólks. Á Höfn eru húsnæðismálin fólki hugleikin auk þess sem meirihluti svaranda taldi sveitarfélagið ekki geta ráðið við aukinn fjölda ferðamanna miðað við núverandi aðstæður. Í Mývatnssveit var daglegt rask af völdum ferðaþjónustu mest og þar taldi yfirgnæfandi meirihluti ferðamenn vera orðna of marga yfir sumarmánuðina.

Niðurstöður símakönnunar meðal íbúa á Höfn, Mývatnssveit og Siglufirði um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og ferðamennsku. eru birtar í sérstakri skýrslu:
Áhrif ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög - Niðurstöður símakönnunar á Höfn, Mývatnssveit og Siglufirði 2016 

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Nafn Arnar Þór Jóhannesson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2016
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
Leitarorð Höfn, Höfn í Hornafirði, Mývatn, Mývatnssveit, Siglufjörður, viðhorf, símakönnun, rmf, rannsóknamiðstöð ferðamála