Greining á áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku í einstökum samfélögum - Höfn, Mývatnssveit og Siglufjörður

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Greining á áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku í einstökum samfélögum - Höfn, Mývatnssveit og Siglufjörður
Lýsing

Snemma árs 2015 úthlutaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Háskólanum á Akureyri fjármagni til rannsókna í ferðamálum. Háskólinn fól Rannsóknamiðstöð ferðamála umsjón og framkvæmd þessara rannsókna. Ein þeirra var rannsókn á samfélagslegum áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög hér á landi. Rannsóknir á samfélagslegum áhrifum eru í hópi þeirra verkefna sem hagsmunaaðilar hafa skilgreint í skýrslunni Þörfin fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu – greining hagsmunaaðila, sem Ferðamálastofa gaf út árið 2013.

Valin voru þrjú samfélög sem eru áfangastaðir ferðamanna. Þau eru: Siglufjörður, Höfn í Hornafirði og Mývatnssveit. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru kynntar í þessari skýrslu.

Við rannsóknina var notast við blandaðar rannsóknaraðferðir. Annars vegar voru tekin hálfopin viðtöl við íbúa í bæjarfélögunum þremur og hins vegar var spurningalisti lagður fyrir íbúa í símakönnun. Niðurstöðurnar benda til þess að viðhorf  til samfélagslegra áhrifa ferðaþjónustu séu mismunandi frá einum stað til annars. Á Siglufirði er mesta ánægjan með þær samfélagslegu breytingar sem orðið hafa og telja íbúarnir uppbyggingu hafa verið í góðum takti við fjölgun ferðafólks. Á Höfn eru húsnæðismálin fólki hugleikin auk þess sem meirihluti svaranda taldi sveitarfélagið ekki geta ráðið við aukinn fjölda ferðamanna miðað við núverandi aðstæður. Í Mývatnssveit var daglegt rask af völdum ferðaþjónustu mest og þar taldi yfirgnæfandi meirihluti ferðamenn vera orðna of marga yfir sumarmánuðina.

Niðurstöður símakönnunar meðal íbúa á Höfn, Mývatnssveit og Siglufirði um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og ferðamennsku. eru birtar í sérstakri skýrslu:
Áhrif ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög - Niðurstöður símakönnunar á Höfn, Mývatnssveit og Siglufirði 2016 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Arnar Þór Jóhannesson
Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Nafn Guðrún Þóra Gunnarsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2016
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
Leitarorð Höfn, Höfn í Hornafirði, Mývatn, Mývatnssveit, Siglufjörður, viðhorf, símakönnun, rmf, rannsóknamiðstöð ferðamála