Áhrif ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög - Niðurstöður símakönnunar á Höfn, Mývatnssveit og Siglufirði 2016

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill Áhrif ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög - Niðurstöður símakönnunar á Höfn, Mývatnssveit og Siglufirði 2016
Lýsing

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður símakönnunar meðal íbúa á Höfn, Mývatnssveit og Siglufirði um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og ferðamennsku. Sú rannsókn var hluti af stærri rannsókn á áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku á einstök samfélög hér á landi. Rannsóknin tók til þeirra mögulegu áhrifa sem stafa af ferðamennsku á tilteknu svæði þar sem skoðað var hvernig íbúar upplifa áhrif aukinnar ferðaþjónustu og ferðamennsku á samfélag og daglegt líf. Rannsókninni var skipt í tvo hluta; í fyrri hlutanum voru tekin hálfopin viðtöl við íbúa á stöðunum þremur og í síðari hlutanum var spurningalisti lagður fyrir íbúa í símakönnun. Heildarniðurstöður rannsóknarinnar ásamt mati á samfélagslegum áhrifum og samanburði milli svæða er að finna í skýrslunni Greining á áhrifum ferðaþjónustu og ferðamennsku í einstökum samfélögum: Höfn, Mývatnssveit og Siglufjörður (Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Arnar Þór Jóhannesson og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2016). Sá hluti niðurstaðnanna sem birtist hér í þessari skýrslu eru svör íbúa á svæðunum þremur við spurningum símakönnunar. Niðurstöður úr hverri spurningu könnunarinnar eru settar fram í töflum fyrir hvert svæði með greiningu eftir skilgreindum bakgrunnsbreytum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Arnar Þór Jóhannesson
Nafn Eyrún Jenný Bjarnadóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2016
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
Leitarorð Höfn, Höfn í Hornafirði, Mývatn, Mývatnssveit, Siglufjörður, viðhorf, símakönnun, rmf, rannsóknamiðstöð ferðamála