Fara í efni

EDEN gæðaáfangastaðir

Nánari upplýsingar
Titill EDEN gæðaáfangastaðir
Lýsing

EDEN logoFerðamálastofa var á árunum 2010-2016 aðili fyrir Íslands hönd að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir European Destination of Excellence. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni*.

Annað hvert ár er haldin samkeppni um gæða áfangastaði í Evrópu og er nýtt þema í hvert sinn. Með því að hafa þau breytileg er leitast við að gefa sem flestum gerðum af stöðum og ferðaþjónustu kost á þátttöku. 

Annar tilgangur EDEN-verkefnisins er að mynda tengslanet þeirra staða sem öðlast útnefningu. Þannig geti staðir aukið samvinnu sín á milli, skipst á upplýsingum, deilt góðum ráðum o.s.frv., öllum til hagsbóta.

Lesa meira

 

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Nýsköpun og vöruþróun
Útgáfuár 2010
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð eden, evrópa, esb, destinations, excellence, stykkishólmur, vestfirðir, skagafjörður, sjálfbærni, markaðsmál, nýsköpun