EDEN gæðaáfangastaðir

Í gagnabankann er leitast við að skrá skýrslur og annað útgefið efni tengt ferðaþjónustu, sem út kemur hérlendis og er öllum opið án endurgjalds. Senda ábendingu um efni

Nánari upplýsingar
Titill EDEN gæðaáfangastaðir
Lýsing

EDEN logoFerðamálastofa var á árunum 2010-2016 aðili fyrir Íslands hönd að Evrópska EDEN-verkefninu, sem stendur fyrir European Destination of Excellence. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum, fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja, lítt þekkta, áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni*.

Annað hvert ár er haldin samkeppni um gæða áfangastaði í Evrópu og er nýtt þema í hvert sinn. Með því að hafa þau breytileg er leitast við að gefa sem flestum gerðum af stöðum og ferðaþjónustu kost á þátttöku. 

Annar tilgangur EDEN-verkefnisins er að mynda tengslanet þeirra staða sem öðlast útnefningu. Þannig geti staðir aukið samvinnu sín á milli, skipst á upplýsingum, deilt góðum ráðum o.s.frv., öllum til hagsbóta.

Lesa meira

 

Hlekkur https://www.ferdamalastofa.is/is/troun-og-samstarf/eden
Höfundar
Flokkun
Flokkur Nýsköpun og vöruþróun
Útgáfuár 2010
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð eden, evrópa, esb, destinations, excellence, stykkishólmur, vestfirðir, skagafjörður, sjálfbærni, markaðsmál, nýsköpun