Aukaúthlutun 2015
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur falið Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að annast umsýslu með úthlutun fjármuna sem ríkisstjórn Íslands samþykkti að ráðstafað yrði til ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón ríkisins þar sem þörf er á að ráðast í brýn verkefni til uppbyggingar og verndaraðgerða.
Sjá nánar um úthlutinuna
Eyðublað til útfyllingar
Verkefnin sem samþykkt er að ráðist verður í hafa verið ákveðin og skulu stofnanir skila inn til sjóðsins verklýsingu og kostnaðaráætlun fyrir hvert verkefni sem er á þeirra vegum. Eyðublaðið er hér að neðan og skal það vandlega útfyllt og undirritað. Hægt er síðan að skanna inn undirritað eintak og senda með tölvupósti á Hjörleif Finnsson verkefnastjóra í síma 535-5500 eða með vefpósti hjorleifur@ferdamalastofa.is.
Best er að byrja á að vista eyðublaðið á eigin tölvu með því að hlægrismella á aðra hvora útgáfuna hér að neðan og velja "Save link as" eða viðlíka skipun.
- Eyðublað sem xls (Excel 97-2003)
- Eyðublað sem xlsx (Excel nýrra)
Lokaskýrsla við verklok
Við verklok skal skila inn ítarlegri lokaskýrslu sem er yfirfarin af sjóðnum áður en lokagreiðsla fjárveitingar fer fram.
Halda vel utan um kostnað
Lögð er rík áhersla á það að stofnanir haldi vel utan um áfallinn kostnað vegna verkefnanna þannig að hægt sé að kalla eftir yfirliti úr bókhaldi og/eða eftir afrit reikninga ef svo ber undir. Vakin er athygli á því að með þessu átaksverkefni er verið að fjármagna framkvæmdir sem raunhæft er að ráðast í á þessu ári og er sjóðnum er heimilt að kalla eftir stöðu verkefna í því skyni að nýta fjármuni sem best fram að árslokum.