Rannsóknaráætlun 2022-2024
Í reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála er kveðið á um að Ferðamálastofa skuli móta og láta framkvæma rannsóknaráætlun til þriggja ára í senn. Rannsóknaráætlun stofnunarinnar fyrir tímabilið 2022-2024 liggur nú fyrir og verið staðfest af ferðamálaráðherra. Áætlunina má nálgast hér að neðan.
Fyrri áætlanir:
Ráðgjöf um rannsóknarverkefni 2023-25
Liður við undirbúning og gerð rannsóknaráætlunarinnar er aðkoma ráðgefandi nefndar um gagnaöflun og rannsóknir. Með samsetningu nefndarinnar er leitast við að draga að vísindalega þekkingu, kunnáttu og sérfræði hagsmunaðila í greininni.
Nefndina skipa:
- Dr. Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Ísland
- – tilnefndur af Ferðamálastofu, formaður.
- Ingibjörg Sigurðardóttir, deildarstjóri Ferðamáladeildar og lektor við Háskólann á Hólum
- – tilnefnd af samstarfsnefnd háskólastigsins.
- Dr. Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Háskóla Íslands
- – tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins.
- Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra
- – tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
- Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF
- – tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar.
- Hildur Kristjánsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu ferðamála og nýsköpunar
- – tilnefnd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
- Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu
- –tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.