Fara í efni

Framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu

Dagsetning:    Miðvikudagur 26. febrúar 2020
Tími:               Hádegisfyrirlestur kl. 12-13
Staðsetning:   Íslenski ferðaklasinn, Fiskislóð 10, 101 Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Ekkert skráningargjald. Boðið er upp á léttan hádegisverð

Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Íslenska ferðaklasann.


Kynningin byggir á rannsókn og samnefndri skýrslu: "Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði", sem kom út á vormánuðum 2019.

Megináhersla kynningarinnar er á framlag innflytjenda í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu og arðbærustu atvinnugrein landsmanna. Fjallað er um vöxtinn í ferðaþjónustunni, starfstengda fólksflutninga og helstu einkenni innflytjendalandsins Íslands í alþjóðlegu samhengi. Fókus rannsóknarinnar beindist að þeim umbreytingum sem eru að verða á íslenskum vinnumarkaði með sístækkandi hlutdeild innflytjenda. Í erindinu verða rakin dæmi um hvernig etnísk lagskipting birtist í ferðaþjónustunni og þremur undirgreinum hennar: hótelum, bílaleigum og hópferðafyrirtækjum. Ennfremur er fjallað um ósýnileg störf sem tengjast greininni og skuggahliðar ferðaþjónustunnar.

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur, vann rannsóknina sem unnin fyrir styrk frá Rannís og Þróunarsjóði innflytjendamála.

Skráning:

Póstlisti
Skrá fleiri frá sama fyrirtæki/stofnun
Póstlisti
Póstlisti