Fara í efni

Leyfi Thule Trails ehf. fellt niður

25.11.2022

Ferðaskrifstofuleyfi félagsins Thule Trails ehf., kt. 5905151240, Mánagötu 3, 400 Ísafirði, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu skv. 27. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 sem og 14. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Við niðurfellingu leyfis fellur jafnframt úr gildi aðild hlutaðeigandi að Ferðatryggingasjóði.

Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferða- tilhögunar samkvæmt VII. kafla laga um pakkaferðir.

Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna þess að leyfi félagsins var fellt niður af hálfu Ferðamálastofu.

Með vísan til 27. gr. laga um pakkaferðir er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar fyrir 25. janúar n.k.

Hér að neðan er hlekkur sérstakt form sem þarf að fylla út.

Opna form (Formið er excel skjal og er best að vista það á eigin tölvu áður en það er fyllt út).

Með kröfulýsingu skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem lýsingu á ferð, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu. Kröfuna skal senda á krofur@ferdamalastofa.is.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500 á milli 10 og 12 alla virka daga eða í tölvupósti á netfanginu krofur@ferdamalastofa.is.

Ferðamálastofa