Fara í efni

Áskorun um kröfulýsingu - Ferðaskrifstofuleyfi TT ferðir ehf. (áður Tripical Travel ehf.)

02.08.2023

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi TT ferðir ehf. (sem áður hét Tripical Travel ehf.), kt. 460217-1050, þar sem leyfishafi uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir útgáfu leyfis.

Félagið hefur því ekki lengur heimild til að setja saman, bjóða fram eða selja pakkaferðir eða að milligangast sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni.

Frestur til að senda kröfu í tryggingarfé er til og með 2. október 2023. Krafa þarf að berast innan kröfulýsingarfrests. Kröfur sem berast eftir þann tíma eru ekki teknar til greina.

Málsmeðferð er rafræn og kröfur ber að senda í gegnum island.is. á þar til gerðu eyðublaði og skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem pakkaferðasamning, ferðalýsingu ferðaskrifstofu, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu. Sjá nánar á vef Ferðamálastofu, https://www.ferdamalastofa.is/is/leyfi/ferdaskrifstofur/leidbeiningar-til-ferdamanna-um-krofur-i-tryggingarfe.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500 eða á netfanginu krofur@ferdamalastofa.is.