Fara í efni

Áskorun um kröfulýsingu - Ferðaskrifstofuleyfi Lifestyle Films ehf. fellt úr gildi

09.01.2024

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Lifestyle Films ehf. kt. 501115-0100 – með hjáheitið Exclustive Travel, frá og með 9. janúar 2024 þar sem leyfishafi uppfyllir ekki lengur skilyrði fyrir útgáfu leyfis.

Félagið hefur því ekki lengur heimild til að setja saman, bjóða fram eða selja pakkaferðir eða að milligangast sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni.

Frestur til að senda kröfu í tryggingarfé er til og með 9. mars 2024. Krafa þarf að berast innan kröfulýsingarfrests. Kröfur sem berast eftir þann tíma eru ekki teknar til greina. Hægt er að senda kröfur á netfangið krofur@ferdamalastofa.is. Með kröfulýsingu skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem lýsingu á ferð, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu.