Áskorun um kröfulýsingu – Ferðaskrifstofuleyfi Every Road Travel ehf fellt úr gildi
Ferðaskrifstofuleyfi ferðaskrifstofunnar Every Road Travel ehf., kt. 420217-1880, Sílakvísl 19, 110 Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu frá og með 6. september 2024 skv. 27. gr. laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018 sbr. 1. mgr. 14. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018.
Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu pakkaferðar og samtengdrar ferðatilhögunar samkvæmt VII. kafla laga um pakkaferðir.
Ferðatryggingasjóður endurgreiðir ferðamanni þær greiðslur sem hann hefur innt af hendi vegna pakkaferðar eða samtengdrar ferðatilhögunar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning vegna þess að leyfi félagsins var fellt niður af hálfu Ferðamálastofu.
Með vísan til 27. gr. laga um pakkaferðir er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, sbr. ofangreint, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar í tryggingarféð fyrir 6. nóvember nk.
Kröfulýsingu skal senda inn rafrænt í gegnum þjónustugátt á vefsíðu Ferðamálastofu á slóðinni: https://www.ferdamalastofa.is/krofur-every-road-travel
Þar er að finna sérstakt form sem þarf að fylla út. Með kröfulýsingu skulu fylgja fullnægjandi gögn til sönnunar um kröfuna, svo sem lýsingu á ferð, kvittanir fyrir greiðslu eða millifærslu. Ef kröfuhafi hefur ekki íslenska kennitölu skal senda formlega kröfu á krofur@ferdamalastofa.is. Nánari upplýsingar á ensku má finna á vef Ferðamálastofu.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 535 5500 eða á netfanginu krofur@ferdamalastofa.is.