Næstu kynningar: 2. mars, 16. mars, 30. marsTími: 10:00-10:40Staðsetning: Fjarfundur
Ferðamálastofa býður upp á kynningu á hinu nýja verkfæri Gott aðgengi sem sem nýverið hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ.
Fyrirtæki sem skrá sig á kynninguna fá leiðbeiningar um verkefnið, hvernig hægt er að bæta aðgengi fyrir fatlaða með markvissum hætti og hvað þarf að gera. Fyrirtæki sem eru að fara í framkvæmdir eða stækkun á húsnæði eru sérstaklega hvött til að skrá sig á kynninguna.
Gert er ráð fyrir því að kynningin taki 30-40 mínútur en hún fer fram í gegnum fjarfundabúnaðinn Teams og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur. Hámarksfjöldi þátttakenda á hverri kynningu er 12.
Skráning: