Upplifun erlendra ferðamanna á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum
| Nánari upplýsingar | |
|---|---|
| Titill | Upplifun erlendra ferðamanna á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum |
| Lýsing | Sumarið 2012 lét Ferðamálastofa gera könnun á upplifun erlendra ferðamanna á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum á landinu. Könnunin var unnin af fyrirtækinu Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF). Staðirnir sem um ræðir eru Landmannalaugar, Þingvellir, Geysir, Skógafoss, Reykjanesviti og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Í heild má að segja að upplifun gesta af þessum stöðum hafi verið jákvæð þótt nokkur munur sé á milli þeirra. Könnunin var gerð í Leifsstöð í ágúst og september og er í hluti af stærri könnun (Dear Visitors) sem RRF hefur gert reglulega. Spurt var um heildarupplifun ferðamanna af áðurnefndum sex stöðum og þeir beðnir um að gefa henni einkunn á bilinu 1-10. Alls fengust 648 gild svör við könnuninni á þessu tveggja mánaða tímabili, þar af 403 svör í ágúst og 245 svör í september. Gestir í september gáfu stöðunum í öllum tilvikum heldur hærri einkunn upplifunar en gestir í ágúst og konur almennt heldur hærri einkunn en karlar. |
| Skráarviðhengi | |
| Höfundar | |
|---|---|
| Nafn | Rögnvaldur Guðmundsson |
| Flokkun | |
|---|---|
| Flokkur | Ímynd og markaðsmál |
| Útgáfuár | 2012 |
| Útgefandi | Ferðamálastofa |
| Leitarorð | upplifun, landmannalaugar, Þingvellir, Geysir, Skógafoss, Reykjanesviti, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, ferðahegðun, |