Fara í efni

Kynningarfundur um áfangastaðaáætlanir

Nánari upplýsingar
Titill Kynningarfundur um áfangastaðaáætlanir
Lýsing

allur hópurinn

Margt var um manninn á Hótel Sögu í 15. nóvember 2018 þegar áfangastaðaáætlanir voru kynntar. Verkefnið er það umfangsmesta sem unnið hefur verið á grundvelli Vegvísis í ferðaþjónustu.

Heilmikið samtal og samráð

Eins og fram kom í máli verkefnisstjóra áfangastaðaáætlana hefur heilmikið samtal og samráð átt sér stað inni á svæðunum, en yfir 1500 manns víða um land hafa komið að vinnunni á fjölmörgum fundum og kynningum. Áfangastaðaáætlanir birtast nú hver af annarri og er þeim safnað jafnóðum saman hér á heimasíðu Ferðamálastofu, þar sem áhugasamir munu geta nálgast áfangastaðaáætlanir allra svæða. 

Snertifletir við Landsáætlun um innviði fjölmargir

Á eftir verkefnisstjórum áfangastaðaáætlana tók til máls Dagný Arnarsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, en hún fjallaði um snertifleti áfangastaðaáætlana við Landsáætlun um innviði. Ýmis sértæk atriði í áfangastaðaáætlunum hafa snertiflöt við Landsáætlun. Í Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er til dæmis á meðal viðfangsgefna landtaka skemmtiferðaskipa í friðlöndum, en það er einnig viðfangsefni Landsáætlunar. Það sama má segja um heildarskipulag svæðis við Dynjanda, Látrabjarg og Hornstrandir. Þá nefndi Dagný að áfangastaðaáætlanir væru mikilvægur hluti af endurskoðun Landsáætlunar.

Brýnt að ganga lengra í forgangsröðun verkefna

Nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir, steig síðast á svið og fjallaði um hvernig áfangastaðaáætlanir myndu nýtast í framtíðinni. Hún lofaði þá miklu vinnu sem hafði verið unnin á þessum vettvangi en sagðist helst sakna þess að svæði hafi ekki gengið lengra í að setjast niður með sveitarfélögum og forgangsraða verkefnum eftir því hvað þætti allra brýnast að fara í á hverju svæði. Það er ljóst að þetta er eitt af næstu verkefnum inni á flestum svæðum; að forgangsraða þeim fjölmörgu verkefnum sem komið hafa upp í þessari vinnu.

Hér að neðan má sjá upptökur og fyrirlestra frá fundinum

  • Ávarp og setning fundar – Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri
    Upptaka




     
  • Áfangastaðaáætlun Vesturlands – Margrét Björk Björnsdóttir
    Upptaka - Erindi sem PDF


     


  • Áfangastaðaáætlun Austurlands – María Hjálmarsdóttir
    Upptaka - Erindi sem PDF 





  • Áfangastaðaáætlun Norðurlands – Björn. H. Reynisson
    Upptaka - Erindi sem PDF 




     
  • Áfangastaðaáætlun Höfuðborgarsvæðis – Ágúst Elvar Bjarnason
    Upptaka - Erindi sem PDF 





  • Áfangastaðaáætlun Reykjaness – Þuríður H. Aradóttir Braun
    Upptaka - Erindi sem PDF





  • Áfangastaðaáætlun Suðurlands – Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir
    Upptaka - Erindi sem PDF




  • Áfangastaðaáætlun Vestfjarða – Magnea Garðarsdóttir
    Upptaka - Erindi sem PDF





  • Snertifletir Landsáætlunar um innviði við áfangastaðaáætlanir – Dagný Arnarsdóttir, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti
    Upptaka - Erindi sem PDF




  • Hvernig munu áfangastaðaáætlanir nýtast – Aldís Hafsteindóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
    Upptaka 

Myndir frá fundinum eru á Facebook-síðu Ferðamálastofu.

Flokkun
Flokkur Stefnumótun og skipulag
Útgáfuár 2018
Útgefandi Ferðamálastofa
Leitarorð áfangastaðaáætlun, áfangastaðaáætanir, skipulag, svæðisskipulag