Birtar áfangastaðaáætlanir
Áfangastaðaáætlanir eru unnar í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðar á sínum svæðum.
Um er að ræða heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðili ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.
Mikilvægt er að hafa í huga að áfangastaðaáætlun tekur á skipulagi, þróun og markaðssetningu svæðis auk þess sem að skilgreindar eru þær leiðir sem fyrirhugað er að fara við stýringu á hinum ýmsu ferlum sem ráða þróun atvinnugreinarinnar innan svæðisins: uppbyggingu, efnahagslegu vægi, þjónustuþáttum o.s.frv.
Áfangastaðaáætlun Austurlands
2018 til 2021 - Áætlun (íslenska)
2018 til 2021 - Áætlun (enska)
Áfangastaðaáætlun Norðurlands
2021 til 2023 - Áætlunin í heild
Áfangastaðaáætlun Reykjaness
2018 til 2021 - Áætlunin í heild
Áfangastaðaáætlun Suðurlands
2018 til 2021 - Áætlunin í heild
2018 til 2021 - Samantekt áætlunarinnarinnar
Áfangastaðaáætlun Vestfjarða
2021 til 2023 - Samantekt áætlunarinnarinnar
Áfangastaðaáætlun Vesturlands
2021 til 2023 - Áætlunin í heild
Við gerð áfangastaðaáætlana er landinu skipt upp eftir verkefnasvæðum markaðsstofa landshlutanna. Verkefnasvæðin eru sjö og áfangastaðaáætlanirnar jafn margar. Hver áfangastaðaáætlun inniheldur eina eða fleiri aðgerðaáætlanir.
Smellið á myndina til að fá nánari upplýsingar um tilhögun áætlunargerðar á hverju verkefnasvæði fyrir sig.