Fara í efni

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi. Staða, horfur og möguleikar.

Nánari upplýsingar
Titill Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi. Staða, horfur og möguleikar.
Undirtitill Skýrsla unnin af Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands
Lýsing Íslensk kvikmyndagerð er nú að slíta barnsskónum og hefur að undanförnu þróast hratt frá því að vera áhugamál fárra eldhuga í atvinnugrein sem veitir fjölda manns atvinnu og lífsviðurværi. Margt bendir til þess að í núverandi reynslu og þekkingu íslensks kvikmyndagerðarfólks felist sóknarfæri sem leitt geta af sér umtalsverða verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Að beiðni Aflvaka hf. hefur Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands tekið saman meðfylgjandi skýrslu um kvikmyndagerð á Íslandi. Markmið samantektarinnar er að skapa heildstætt yfirlit yfir stöðu greinarinnar, möguleika og horfur. Tilgangur með slíkri samantekt er að ná fram víðtækri umræðu um viðfangsefnið, aðgerðir og leiðir sem fara þarf til að ná sem bestum árangri héðan í frá.
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Ekki skráður.
Flokkun
Flokkur Afþreying
Útgáfuár 1998
Útgefandi Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands
Leitarorð Leitarorð: Ágrip af sögu, atvinnugreinin og iðnaðurinn, samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar, stuðningur við menningu og tengda málaflokka, alþjóðlegur samanburður, stuðningur og styrkir, bætt starfsskilyrði ? nokkrar tillögur um úrbætur.