Ferðaþjónustureikningar 2021 - Hlutur ferðaþjónustu í hagkerfinu

Hagstofa Íslands birti bráðabirgðatölur fyrir hlut ferðaþjónustunnar í hagkerfinu í fyrra, í samanburði við fyrri ár. Eru þetta svokallaðir ferðaþjónustureikningar (e. tourism satellite accounts), sem hagstofan hefur unnið á ársgrunni á síðustu árum og kalla má undirreikninga þjóðhagsreikninga fyrir þjóðarbúið í heild.