Fara í efni

Sjálfbærni sem sóknarfæri?

Fimmtudaginn 27. mars gekkst Ferðamálastofa fyrir málþingi um sjálfbærni á Hótel Reykjavík Natura. Yfirskriftin var: "Sjálfbærni sem sóknarfæri? Ávinningur - Hindranir - Tækifæri". 

Innlendir og erlendir fyrirlesarar

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, ávarpaði málþingið en fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir. Allt fólk sem hefur látið sjálfbærni til sín taka með einum eða öðrum hætti.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent

Í lok málþingsins voru Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2013 afhent. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Þau komu að þessu sinni í hlut Bílaleigu Akureyrar - Höldurs.

Fyrirlestar á PDF-formi.

Setning máþings
-Elías Gíslason, settur ferðamálastjóri

Ávarp ráðherra
-Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála

Sustainability – long term engagement at national, local and tour operator level
-Ingunn Sörnes, verkefnisstjóri „Sustainable Tourism 2015“ hjá Innovation Norway

Borgarfjörður eystri – Sjálfbært og seiðandi samfélag
-Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Elf Tours

Má gera hvað sem er, hvar sem er og hvenær sem er?
-Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands

Staðbundin efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu
-Vífill Karlsson, hagfræðingur

Wildlife Tourism – the ultimate in sustainability
-Sally Dowden, eigandi Speyside Wildlife í Skotlandi

Vottaðir Vestfirðir- Skref til framtíðar
-Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða

Why sustainability? The benefits of sustainable policy marketing at hostels world wide
-Brianda López, Sustainable Development Coordinator of Hostelling International

Samantekt í lok málþings
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf.