Um Framkvæmdasjóðinn

Hlutverk sjóðsins

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

Starfsreglur sjóðsins

Í starfsreglum sjóðsins er nánar fjallað um styrkveitingar, fyrirkomulag úthlutana og margt fleira. Eru væntanlegir umsækjendur sérstaklega hvattir til að kynna sér reglurnar.

Stjórn sjóðsins

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipar fjóra fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til tveggja ára í senn. Tveir eru skipaðir eftir tilnefningu Samtaka ferðaþjónustunnar, einn eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og einn án tilnefningar og er hann jafnframt formaður. Stjórn sjóðsins skal gera tillögur til ráðherra um úthlutanir úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins skipa:

  • Albína Thordarson arkitekt, formaður
  • Sævar Skaptason, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Anna G. Sverrisdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar
  • Halldór Halldórsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra Sveitarfélaga

Innskráning á vinnusvæði stjórnar - stjórnargátt

Nánari upplýsingar

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur sjóðsins, þ.m.t. framkvæmd úthlutana úr sjóðnum, uppgjör, bókhald og gerð ársreikninga. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?