Fara í efni

"Vistakstur" tekinn upp á hjá Hópbílum og Hagvögnum

Ferðamálaráð, UMFÍ og Landmælingar sameinast um smíði gagnagrunns og heimasíðu um gönguleiðir
Ferðamálaráð, UMFÍ og Landmælingar sameinast um smíði gagnagrunns og heimasíðu um gönguleiðir

Þau neikvæð áhrif sem notkun bifreiða hefur á umhverfið ættu að vera flestum kunn og ekki er síst mikilvægt að fyrirtæki sem gera út bifreiðar séu meðvituð um þessa staðreynd. Nú hafa Hópbílar og Hagvagnar sett sér umhverfisstefnu sem felur m.a. í sér að komið verður á umhverfisstjórnunarkerfi sem stefnt er á að fá vottað skv. ISO 14001 staðli um mitt næsta ár.

Í frétt frá fyrirtækjunum kemur fram að lykilatriði umhverfisstefnunnar er að draga úr útblæstri frá bílum fyrirtækjanna, að auka umhverfisvitund starfsmanna með fræðslu og þjálfun, og hvetja starfsmenn til að framkvæma verk sín á umhverfisvænan hátt. Í samvinnu við Ökuskólann í Mjódd og Ökukennarafélag Íslands hefur verið útbúinn námskeið fyrir starfsmenn Hópbíla og Hagvagna sem uppfyllir kröfur í umhverfisstefnu félaganna.

"Vistakstur"
Eitt af stóru atriðunum á námskeiðinu er svokallað "EcoDriving" ökulag sem þýtt hefur verið á íslensku sem "vistakstur". Vistakstursökulag var þróað í Finnlandi og er nú einnig kennt í Noregi og Svíþjóð. Undirstöður vistaksturs er aukin hagkvæmni í akstri, aukið öryggi og umhverfisvernd. Á vistakstursnámskeiðinu fara fram einstaklingsbundin ökupróf þar sem eldsneyti er mælt með sérstökum mæli, fyrst á meðan ökumaður ekur eins og hann er vanur og svo með vistaksturslagi. Samkvæmt reynslu erlendis hefur eyðsla minnkað um 10-15% við það að taka upp vistakstur, eftir því sem fram kemur í frétt frá Hópbílum og Hagvögnum.

Myndatexti: Bifreiðastjórar Hópbíla og Hagvagna á námskeiði hjá Ökuskólanum í Mjódd.