Fara í efni

Viðtöl við frumkvöðla í ferðaþjónustu

Birgir Þorgilsson
Birgir Þorgilsson

Í tengslum við afmælisfund SAF í liðinni viku var opnað vefsvæði sem hefur að geyma ný og eldri viðtöl við frumkvöðla í ferðaþjónustu. Alls er um að ræða 27 einstaklinga.

Birgir Þorgilsson fyrrverandi ferðamálastjóri
er á meðal þeirra sem rætt er við.

Á stjórnarfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í ágúst 2005 var tekin sú ákvörðun að láta taka viðtöl við frumherja í íslenskri ferðaþjónustu og setja á heimasíðu SAF. Samtökin fengu Steinar J. Lúðvíksson, rithöfund, til að taka viðtölin en tvö þeirra tók Gullveig Sæmundsdóttir. Á árunum 1980-1981 tók Sigurður Magnússon, fyrrverandi blaðafulltrúi Loftleiða, viðtöl við 12 frumherja í hótel- og veitingarekstri fyrir Samband veitinga- og gistihúsa.  Þau viðtöl urðu síðan góður grunnur að bókinni ?Gestir og gestgjafar? sem SVG gaf út á 50 ára afmæli sínu árið 1995.  Þessi viðtöl birtast nú á heimasíðu SAF til viðbótar við hin nýteknu viðtöl.