Fara í efni

Viðhorf til ferðamanna á Höfuðborgarsvæðinu

Ferðamenn í Reykjavík ¢Ragnar Th. Sigurðsson

Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Nú í sumar lét Höfuðborgarstofa framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í þriðja sinn sem Höfuðborgarstofa mælir viðhorf íbúa á svæðinu til ferðamanna og ferðaþjónustu.

"Kannanirnar ávallt sýnt afar jákvæðar niðurstöður en árið 2015 var ánægjan svo mikil að það er næstum erfitt að bera viðhorfin saman við það ár. Frá þeim tíma hefur orðið nærri 90% aukning á fjölda ferðamanna og eðlilegt að jákvæðni nú sé minni en fyrir tveimur árum. Það er þó almennt ennþá mikil ánægja með þessa helstu atvinnugrein þjóðarinnar," segir Áshildur Bragadóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

"Ég tel afar mikilvægt að við höldum áfram að mæla viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna þar sem allt að 95% þeirra dvelja í borginni til lengri eða skemmri tíma. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru margar en um leið tækifærin og hefur Reykjavíkurborg brugðist við á fjölmörgum sviðum til að koma á móts við þessa miklu fjölgun ferðamanna síðustu ár," bætir hún við. Könnunin var gerð af Maskínu.

Niðurstöður könnunar í heild